Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 47 bls. 114-bls. 115 gr. 3
  • Jehóva styrkti Elía

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva styrkti Elía
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Ertu stundum einmana og hræddur?
    Kenndu börnunum
  • Verður þú trúfastur eins og Elía?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Hann var þolgóður allt til enda
    Líkjum eftir trú þeirra
  • Hann varði sanna tilbeiðslu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 47 bls. 114-bls. 115 gr. 3
Elía stendur fyrir utan helli á Hórebfjalli og hlustar á engil Guðs.

SAGA 47

Jehóva styrkti Elía

Jesebel varð bálreið þegar hún frétti hvað hafði komið fyrir spámenn Baals. Hún sendi skilaboð til Elía: ‚Á morgun verður þú dauður eins og spámenn Baals.‘ Elía varð mjög hræddur og flúði út í eyðimörkina. Hann bað: ‚Jehóva, láttu mig bara deyja. Ég get þetta ekki lengur.‘ Elía var alveg búinn á því og sofnaði undir tré.

Engill vakti hann og sagði blíðlega: ‚Farðu á fætur og fáðu þér að borða.‘ Elía sá brauð á heitum steini og krukku af vatni. Hann borðaði og drakk og fór aftur að sofa. Engillinn vakti hann aftur og sagði: ‚Borðaðu, svo að þú hafir kraft í ferðalagið.‘ Elía borðaði aðeins meira. Svo ferðaðist hann í 40 daga og 40 nætur, þangað til hann kom að Hórebfjalli. Þar fór hann inn í helli og fór að sofa. Jehóva talaði við hann og sagði: „Hvað ertu að gera hér, Elía?“ Elía svaraði: ‚Ísraelsmenn hafa svikið loforðið sem þeir gáfu þér. Þeir eru búnir að eyðileggja ölturun þín og drepa spámennina þína. Og núna ætla þeir að drepa mig líka.‘

Jehóva sagði við hann: ‚Farðu út og stattu á fjallinu.‘ Þá kom sterkur vindur. Síðan kom jarðskjálfti og þar á eftir kom eldur. Að lokum heyrði Elía lága og rólega rödd. Hann stóð fyrir utan hellinn og faldi andlitið í yfirhöfninni. Þá spurði Jehóva hann af hverju hann hefði flúið. Elía sagði: ‚Ég er sá eini sem þjónar þér enn þá.‘ En Jehóva sagði við hann: ‚Þú ert ekki einn. Það eru 7.000 manns í Ísrael sem tilbiðja mig enn þá. Farðu til Elísa og segðu honum að hann eigi að vera spámaður á eftir þér.‘ Elía gerði strax það sem Jehóva sagði honum að gera. Heldurðu að Jehóva muni líka hjálpa þér þegar þú gerir það sem hann vill? Já, hann gerir það. Í næstu sögu skulum við lesa um svolítið sem gerðist á meðan það var þurrkur í landinu.

„Verið ekki áhyggjufull út af neinu heldur segið Guði frá öllu sem ykkur liggur á hjarta með því að biðja innilega til hans og þakka honum.“ – Filippíbréfið 4:6.

Spurningar: Af hverju flúði Elía? Hvað sagði Jehóva við Elía?

1. Konungabók 19:1–18; Rómverjabréfið 11:2–4

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila