Inngangur að 3. hluta
Biblían talar ekki um marga sem þjónuðu Jehóva á árunum eftir flóðið. Einn af þeim sem þjónuðu honum var Abraham. Hann var þekktur sem vinur Jehóva. Af hverju var hann kallaður vinur Jehóva? Ef þú átt börn skaltu hjálpa þeim að sjá að Jehóva hefur persónulegan áhuga á þeim og vill hjálpa þeim. Abraham og aðrir trúfastir menn, eins og Lot og Jakob, gátu alltaf beðið Jehóva um hjálp. Við getum það líka. Við getum treyst því að Jehóva standi við öll loforð sín.