Inngangur að 6. hluta
Þegar Ísraelsmenn komu loksins inn í fyrirheitna landið varð tjaldbúðin miðstöð sannrar tilbeiðslu í landinu. Prestar kenndu lögin og dómarar leiðbeindu þjóðinni. Þessi hluti undirstrikar þau miklu áhrif sem ákvarðanir og gerðir manna geta haft á aðra. Hver og einn Ísraelsmaður bar ábyrgð gagnvart Jehóva og náunganum. Beindu athyglinni að því hvaða áhrif Debóra, Naomí, Jósúa, Hanna, dóttir Jefta og Samúel höfðu á samfélagið. Leggðu áherslu á að sumir sem voru ekki Ísraelsmenn ákváðu að ganga í lið með Ísraelsmönnum af því að þeir vissu að Guð var með þeim. Þar á meðal voru Rahab, Rut, Jael og Gíbeonítarnir.