Inngangur að 8. hluta
Jehóva blessaði Salómon með því að gefa honum mikla visku og hann leyfði honum að byggja musterið. En smám saman hætti Salómon að tilbiðja Jehóva. Ef þú átt börn skaltu útskýra fyrir þeim hvernig falsguðadýrkendur fengu Salómon til að snúa baki við Guði. Ríkinu var skipt í tvennt og slæmir konungar leiddu þjóðina út í fráhvarf og skurðgoðadýrkun. Á þessum tíma voru margir trúfastir spámenn Jehóva ofsóttir og drepnir. Jesebel drottning gerði fráhvarfið í norðurríkinu enn verra. Þetta var myrkur tími í sögu Ísraels. En það voru samt margir í Ísrael sem þjónuðu Jehóva trúfastir, þar á meðal Jósafat konungur og Elía spámaður.