SÖNGUR 12
Jehóva, hinn mikli Guð
Prentuð útgáfa
1. Mikill Guð ertu, vegsemd átt skilið.
Lofgjörð þú einn verðskuldar,
leiðir þínar réttlátar.
Mikil er ást þín, margþætt er viskan,
vara mun til eilífðar.
2. Ástríkur faðir, fullur af samúð.
Mold við erum mennirnir,
samt þín leita réttlátir.
Kennsluna góðu, kærkomna leiðsögn
meta allir þakklátir.
3. Himnar og jörðin hylla þig, Drottinn.
Glaðlega við hefjum raust,
tignum þig og sýnum traust.
Mikill Guð ertu, vegsemd átt skilið,
ómi nafn þitt endalaust.
(Sjá einnig 5. Mós. 32:4; Orðskv. 16:12; Matt. 6:10; Opinb. 4:11.)