ÞJÁLFUNARLIÐUR 1
Áhrifarík inngangsorð
Postulasagan 17:22
YFIRLIT: Inngangsorðin ættu að vekja áhuga, kynna umræðuefnið og sýna hvers vegna það er áhugavert fyrir áheyrendur.
HVERNIG FER MAÐUR AÐ?
Vektu áhuga. Veldu spurningu, fullyrðingu, atvik eða frétt sem gæti vakið áhuga áheyrenda.
Kynntu umræðuefnið. Fullvissaðu þig um að það komi skýrt fram í inngangsorðunum hvert umræðuefnið er og markmið þess.
Sýndu fram á hvers vegna efnið er áhugavert. Aðlagaðu það sem þú segir að þörfum áheyrenda. Þeir þurfa að skilja hvernig þeir geta haft gagn af efninu.