Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.8. bls. 5-8
  • Hvernig kristin eftirvænting fjaraði út

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig kristin eftirvænting fjaraði út
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvernig eftirvæntingin fjaraði út
  • Banahöggið greitt
  • Miðaldamyrkur
  • Rök mótmælenda
  • Eftirvænting kaþólskra
  • Kristileg árvekni er ekki dauð
  • Sælir eru þeir sem finnast vakandi!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Hvað er orðið um kirstna árvekni?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Bíðum full eftirvæntingar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Verið viðbúnir!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.8. bls. 5-8

Hvernig kristin eftirvænting fjaraði út

JESÚS sagði lærisveinum sínum að ‚vaka‘ fyrir nærveru hans og komu ríkis hans. (Markús 13:37) Í kristnu Grísku ritningunum er að finna ríkulegan vitnisburð þess að kristnir menn á fyrstu öld hafi gert það. Sumir urðu meira að segja býsna óþolinmóðir. (2. Þessaloníkubréf 2:1, 2) Til þess á hinn bóginn að fyrirbyggja að kristin eftirvænting dvínaði skrifuðu Páll, Jakob, Pétur og Jóhannes allir bréf þar sem þeir hvöttu bræður sína til að vera andlega vakandi þegar þeir biðu þolinmóðir ‚nærveru‘ Krists og ‚dags Jehóva.‘ — Hebreabréfið 10:25, 37; Jakobsbréfið 5:7, 8; 1. Pétursbréf 4:7; 2. Pétursbréf 3:1-15; 1. Jóhannesarbréf 2:18, 28.

Uppsláttarverk, gefin út af sagnfræðingum og guðfræðingum kristna heimsins, viðurkenna þessa staðreynd. Í sínu umfangsmikla Supplément segir hið mynduglega franska kaþólska Dictionnaire de la Bible: „Gagnslaust er að reyna hvað sem það kostar að afneita eftirvæntingunni eftir endalokunum sem birtist í flestum textum Nýjatestamentisins. . . . Í frumkristninni . . . gegnir eftirvænting eftir nærverunni þýðingarmiklu hlutverki og gengur í gegnum Nýjatestamentið frá upphafi til enda.“

En hvers vegna hafa sumir guðfræðingar kristna heimsins ‚reynt hvað sem það kostar að afneita eftirvæntingunni eftir endalokunum‘ sem var augljós meðal frumkristinna manna? Vafalaust til að réttlæta þann andlega drunga sem sýnir sig núna meðal margra svokallaðra kristinna manna og andlegra leiðtoga þeirra. Hvernig varð þessi breyting?

Hvernig eftirvæntingin fjaraði út

Að hin kristna eftirvænting skyldi dvína var ein af afleiðingum fráhvarfsins frá trúnni sem farið var að gera vart við sig þegar fyrir dauða postula Krists. Páll postuli varaði við því að fráhvarfið væri „þegar farið að starfa“ innan safnaðarins á hans dögum. (2. Þessaloníkubréf 2:3, 4, 7) Fáeinum árum síðar varaði Pétur postuli kristna bræður sína við ‚falskennendum‘ og ‚spotturum‘ sem myndu segja: „Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar.“ — 2. Pétursbréf 2:1; 3:3, 4.

Athyglisvert er að kristinni eftirvæntingu var haldið við um hríð af þeim sem trúðu þeim biblíusannindum að hin fyrirheitna ‚nærvera‘ Jesú boðaði að þúsundáraríki hans yfir jörðinni væri í nánd. Jústínus píslavottur (dó um 165 e.o.t.), Íreneus (dó um 202 e.o.t.) og Terúllíanus (dó eftir 220 e.o.t.) trúðu allir á þúsundárastjórn Krists og hvöttu til ákafrar eftirvæntingar eftir endalokum hins illa heimskerfis.

Þegar tímar liðu og fráhvarfið þróaðist vék vonin um að jörðinni yrði breytt í paradís undir ríki Krists smám saman fyrir ímyndaðri eftirvæntingu sem byggð var á grískum heimspekikenningum um áskapaðan ódauðleika mannsins. Vonin um paradís var flutt frá jörðinni til himna þangað sem menn skyldu komast við dauðann. Þannig dvínaði hin kristna eftirvænting eftir nærveru Krists og komu ríkis hans. ‚Hvers vegna að gefa stöðugt gætur að tákni um nærveru Krists,‘ hugsuðu þeir með sér, ‚fyrst þú hefur von um að sameinast Kristi á himnum við dauðann?‘

Þessi dvínandi árvekni varð til þess að fráhvarfskristnir menn skipulögðu sín á meðal vel uppbyggða kirkju sem einblíndi ekki lengur á væntanlega endurkomu Krists heldur hitt að drottna yfir meðlimum sínum og, ef mögulegt væri, heiminum. Alfræibókin The New Encyclopædia Britannica segir: „Töfin [sem virtist vera] á nærverunni olli því að eftirvæntingin í frumkirkjunni dvínaði. Þegar kirkjan, sem nú var orðin stofnun, dró úr heimsslitahugmyndunum [kenningunni um „hinstu hluti“] sínum lét hún í vaxandi mæli annað koma í stað Guðsríkis sem menn höfðu vænst. Stofnun kaþólsku kirkjunnar sem klerkaveldisstofnunar stendur í beinum tengslum við dvínandi eftirvæntingu.“

Banahöggið greitt

Sá „kirkjufaðir,“ sem greiddi kristinni árvekni banahöggið, var vafalaust Ágústínus frá Hippó (354-430 e.o.t.). Í sínu fræga verki Borg Guðs sagði Ágústínus: „Kirkjan, sem nú er á jörðinni, er bæði ríki Krists og himnaríkið.“

Alfræðibókin The New Bible Dictionary greinir frá þeim áhrifum sem þetta viðhorf hafði á kaþólska guðfræði. Hún segir: „Í rómversk-kaþólskri guðfræði er einkennandi að Guðsríki og kirkjan á sínu jarðneska sviði eru lögð að jöfnu, en þá samhrifa Ágústínusar. Í gegnum klerkaveldið er Kristur raungerður sem konungur Guðsríkis. Yfirráðasvæði ríkisins hefur sömu landamæri og valdasvið kirkjunnar. Mörk himnaríkis eru færð út með trúboði og framsókn kirkjunnar í heiminum.“

Þar með var engin þörf lengur að ‚vaka og vera á verði‘ eftir táknum sem myndu sýna að Guðsríki væri í nánd. Í alfræðibókinni The New Encyclopedia Britannica staðfestir prófessor E. W. Benz það og segir: „Hann [Ágústínus] dró úr hinni upprunalegu eftirvænting með því að lýsa yfir að Guðsríki væri þegar hafið í þessum heimi með stofnsetningu kirkjunnar; kirkjan er sögulegur fulltrúi Guðsríkis á jörð. Fyrri upprisan á sér stöðugt stað innan kirkjunnar, að sögn Ágústínusar, í mynd sakramentis skírnarinnar en í gegnum hana eru hinir trúföstu leiddir inn í Guðsríki.“

Það var líka Ágústínus sem batt á það endahnútinn að kristni heimurinn sneri baki við hinni biblíulegu von um þúsundáraríki Krists þegar paradís verður endurreist á jörð. (Opinberunarbókin 20:1-3, 6; 21:1-5) Alfræðibókin The Catholic Encyclopedia játar: „Heilagur Ágústínus hélt að lokum fram þeirri sannfæringu að ekkert þúsundáraríki yrði. . . . Hinn þúsund ára hvíldardagur eftir 6000 ára sögu er hið eilífa líf í heild sinni; eða með öðrum orðum er tölunni 1000 ætlað að tjá fullkomnum.“ Britannica Macropædia (1977) bætir við: „Í hans augum [Ágústínusar] var þúsundáraríkið orðið andlegt ástand sem kirkjan í heild hafði komist í á hvítasunnunni. . . . Engrar yfirvofandi, yfirnáttúrlegar íhlutunar í söguna var vænst.“ Fyrir kaþólska varð því bænin „Til komi þitt ríki“ tilgangslaust.

Miðaldamyrkur

Okkur er sagt að túlkun Ágústínusar „hafi orðið staðlað viðmiðunarkerfi á miðöldum.“ Kristin eftirvænting komst því á sitt lægsta stig. Við lesum: „Í kristindómi miðalda var heimsslitafræði Nýjatestamentisins gefinn staður í kenningakerfi byggðu á heimspekigrunni sem var í fyrstu platónskur [frá gríska heimspekingnum Platón] og síðar, í vesturkirkjunni, aristótelskur [eftir gríska heimspekingnum Aristóteles]. Hefðbundin hugtök varðandi nærveruna, upprisuna og því um líkt voru sameinuð grískum hugmyndum um sálina og ódauðleika hennar. . . . Miðaldarkristnin gaf lítið rúm fyrir heimsslitaástríðuna. Þessi ástríða var samt sem áður ekki dauð; hún lifði í vissum trúvilluhreyfingum.“ — Encyclopædia Britannica, 1970.

Rómversk-kaþólska kirkjan talar með lítilsvirðingu um slíkar „trúvilluhreyfingar“ og kallar þær „þúsundáraríkishópa.“ Sagnfræðingar hennar tala með fyrirlitningu um „árið 1000 skrekkinn.“ En hverjum var það að kenna að margt almúgafólk óttaðist að heimurinn myndi enda árið 1000? Þessi „skrekkur“ varð bein afleiðing af guðfræði hins „heilaga“ kaþólska Ágústínusar. Hann fullyrti að Satan hefði verið bundinn við fyrri komu Krists. Úr því að Opinberunarbókin 20:3, 7, 8 segir að Satan skyldi vera bundinn í þúsund ár og síðan „leystur“ til að „leiða þjóðirnar afvega“ er ekkert skrýtið að sumt manna á tíundu öld óttaðist hvað gerast kynni árið 1000.

Að sjálfsögðu fordæmdi hin opinbera rómversk-kaþólska kirkja þennan „skrekk“ eins og hún fordæmdi sistersíanska ábótann Jóakim frá Flóra sem spáði því að tímaskeið kristninnar tæki enda árið 1260. Að lokum, árið 1516 á fimmta Laterankirkjuþinginu, bannadi Leó páfi X formlega nokkrum kaþólskum manni að spá hvenær andkristur og síðasti dómur skyldu koma. Bannfæring lá við ef slík lög voru brotin!

Rök mótmælenda

Á sextándu öld var siðbótin og með henni svonefnt afturhvarf til Biblíunnar. Hin kristna eftirvænting hefði þá átt að vakna aftur. Það gerði hún reyndar um tíma. En siðbótin uppfyllti ekki loforð sín þar frekar en í mörgu öðru. Hún var ekki afturhvarf til sannrar biblíulegrar kristni. Mótmælendakirkjurnar, sem fæddust af siðbótinni, glötuðu brátt kristinni árvekni sinni og sættust við heiminn.

Við lesum: „Mótmælendakirkjurnar urðu fljótlega stofnanir, svæðisbundnar kirkjur [þjóðkirkjur] sem síðan bældu niður eftirvæntinguna eftir endalokunum, og kennisetningin um ‚hinstu hluti‘ varð viðauki við kenningafræðina.“ „Í frjálshyggjunni í trúfræðum, sem kom fram einkum meðal mótmælenda og Gyðinga undir lok 18. aldar og út í gegnum þá 19., var ekkert rúm fyrir heimsslitafræðina. Hún var skoðuð sem grófgert, frumstæð og gatslitin skartklæði hefðbundinnar trúarbragða sem ekki voru meðtækileg á öld upplýsingar. Í flestum tilvikum var alveg snúið baki við heimsslitahugmyndum, og einföldum ódauðleika sálar eftir líkamsdauðann haldið á lofti sem örlögum mannsins. Aðrir guðfræðingar endurtúlkuðu eftirvæntinguna eftir Guðsríki með siðfræðilegu, hálfdulúðlegu eða félagslegu orðfæri.“ — Encyclopædia Britannica.

Í stað þess að hjálpa kristnum mönnum að ‚vaka og vera á verði‘ eftir nærveru Krists og komu Guðsríkis hafa guðfræðingar mótmælenda þannig fært rök fyrir því að kristinnar eftirvæntingar sé ekki þörf. Hjá þeim mörgum varð „Guðsríki . . . í vaxandi mæli skoðað frá bæjardyrum einstaklingshyggjunar; það er drottinvald náðar og friðar í hjörtum manna.“ Hjá öðrum er „koma ríkisins fólgin í framsókn félagslegs réttlætis og samfélagsþróunar.“ — The New Bible Dictionary (gefið út af mótmælendum).

Eftirvænting kaþólskra

Kaþólskir menn ættu, fræðilega að minnsta kosti, að vera andlega vakandi fyrir nærveru Krists. Þrátt fyrir guðfræði Ágústínusar, sem kvað niður eftirvæntinguna eftir Guðsríki og vonina um þúsundáraríkið meðal kaþólskra, er í kenningasafni rómversk-kaþólsku kirkjunnar enn kveðið á um skyldu kristins manns að vera vakandi fyrir endurkomu Krists. Páfagarður sendi til dæmis kaþólskum biskupum um allan heim bréf, samþykkt af Jóhannesi Páli páfa II og dagsett 17. maí 1979, þar sem sagði: „Í samræmi við Ritninguna bíður kirkjan ‚hinnar dýrlegu opinberunar Drottins okkar Jesú Krists.‘“

Þannig er kenning kaþólsku kirkjunnar fræðilega. En í reyndinni, hversu oft heyrir hinn almenni kaþólski maður prestinn sinn prédika um þörfina á að vera vakandi fyrir nærveru Krists og komu Guðsríkis? Svo athyglisvert sem það er var tilgangur hins áðurnefnda bréfs frá páfaráði rómversk-kaþólsku kirkjunnar að „styrkja trú kristinna manna á atriði sem hafa verið véfengd.“ En hvers vegna hefur endurkoma Krists verið véfengd af svo mörgum svonefndum kristnum mönnum? Getur svarið verið fólgið í eftirfarandi orðum í The New Encyclopædia Britannica? „Kirkjan hefur lengi vanrækt kenningar um allt sem varðar hinstu hluti.“ „Allt frá siðbótinni hefur rómversk-kaþólska kirkjan verið svo til ónæm fyrir heimsslitahreyfingum.“

Kristileg árvekni er ekki dauð

Kristileg árvekni dvínaði innan kirkna kristna heimsins vegna þess að þær sneru baki við hinum skýru sannindum Biblíunnar og kusu svo að fylgja grískri heimspeki og guðfræði „heilags“ Ágústínusar. Eftirfarandi greinar munu sýna fram á að sannir þjónar Guðs hafa alltaf vænt nærveru Krists, og að nú eru til menn sem hafa sannað kristna árvekni sína í gegnum árin og hafa fundið á nýjan leik stórkostlega von sem einnig getur verið þín. Við hvetjum þig til að lesa áfram og biðja síðan einhvern votta Jehóva að hjálpa þér að ‚vaka‘ fyrir uppfyllingu þessarar vonar Biblíunnar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila