Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.7. bls. 3-5
  • Er hægt að binda enda á öll stríð?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er hægt að binda enda á öll stríð?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvers vegna viðleitni manna mistekst
  • Skortur á alþjóðareglu
  • Vaxandi hótanir og spenna
  • Vopnaðar og í viðbragðsstöðu
  • Er ástæða til vonar?
  • Stríðið til að binda enda á styrjaldir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Stríð
    Vaknið! – 2017
  • Hver getur komið á varanlegum friði?
    Vaknið! – 1996
  • Viðhorf Guðs til stríðs nú á dögum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.7. bls. 3-5

Er hægt að binda enda á öll stríð?

„HARMAGEDÓN“ — hvað merkir þetta nafn sem er að finna í Biblíunni? Í síðustu þrem tölublöðum Varðturnsins hafa birst fræðandi greinar um þetta efni. Hér birtist síðasti hlutinn. Það er von okkar að þessi umræða út af Ritningunni muni hughreysta þig með vitneskju um hvað sé hið raunverulega HARMAGEDÓN.

„KOMIÐ, skoðið dáðir [Jehóva], hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu. Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöldu í eldi.“ — Sálmur 46:9, 10.

Þessi orð hins innblásna sálmaritara eru samhljóma innilegri löngun manna um allar aldir. Hver hefur ekki þráð þann dag þegar styrjaldir yrðu ekki framar háðar? En hversu heitt sem menn hafa þráð að binda enda á styrjaldir hefur manninum ekki enn tekist það. Ekki aðeins eru styrjaldir óumflýjanlegur veruleiki heldur eru þær nú orðnar svo ægilegar og mannskæðar að í fyrsta sinn í sögu mannkynsins er sjálfri siðmenningunni, jafnvel tilveru lífsins, ógnað.

Í ljósi þeirrar miklu hættu, sem vofir yfir, getum við ekki annað en spurt: Hvers vegna hafa tilraunir manna til að koma í veg fyrir styrjaldir brugðist svo hrapallega? Eru stríð og styrjaldir í rauninni óumflýjanlegar? Hvers vegna er yfirleitt verið að heyja stríð?

Hvers vegna viðleitni manna mistekst

„Ef þú byggir í hverfi þar sem væri engin lögregla og allir ættu byssur og lifðu í stöðugum ótta við að á þá yrði ráðist, þá yrði áreiðanlega skotið heilmikið,“ segir blaðamaðurinn Gwynne Dyer sem er sérfræðingur í hernaðarsögu. „Það er þess konar ‚hverfi‘ sem allar þjóðir heims búa í,“ heldur hann áfram. „Enginn alþjóðalögregla er til svo að sérhvert land býr sig vopnum og er í viðbragðsstöðu, tilbúið að beita ofbeldi; en ofbeldið, sem lönd og þjóðir grípa til, er nefnt sérstöku nafni. Við köllum það stríð.“

Þótt hér sé dregin upp frekar einföld mynd lýsir hún nokkrum grundvallaratriðum sem stuðla að stríði. Í fyrsta lagi þarf að vera fyrir hendi búnaður til að heyja stríð, svo og tilhneiging til þess. Auk þess veitum við athygli að lög og reglu vantar í ‚hverfinu‘ sem í þessu tilfelli er heimurinn.

Hinir kunnu sagnfræðingar Will og Ariel Durant bentu á þessi sömu frumatriði þegar þeir skrifuðu bók sína The Lessons of History: „Við núverandi skort á alþjóðalögum og samhug verður þjóð að vera reiðubúin á hverri stundu til að verja sig; og þegar mikilvægustu hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi verður henni að leyfast að beita hvaða ráðum sem hún kann að telja nauðsynleg til að bjarga sér. Boðorðin tíu verða að þegja þegar sjálfsbjörgin á í hlut.“

Hvort viðleitnin til að binda enda á styrjaldir ber árangur eða ekki hlýtur því að ráðast mikið til að því hvernig hún beinist að þessum grundvallaratriðum. Hafa nokkur áform mannanna — hversu göfug sem þau hafa verið — nokkurn tíma komið að haldi? Við skulum skoða staðreyndirnar.

Skortur á alþjóðareglu

Margar tilraunir hafa verið gerðar í fortíðinni til að koma á einhvers konar heimssamtökum sem gætu beitt þjóðirnar lögregluvaldi og við haldið lögum og reglu á alþjóðavettvangi. Þjóðabandalagið var til dæmis stofnað við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar til að tryggja að heiminum yrði ekki aftur steypt út í stríð. Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út lagði það upp laupana. Síðan, árið 1945, komu Sameinuðu þjóðirnar fram á sjónarsviðið, dáðar og prísaðar af klerkum kristna heimsins sem einasta friðarvon mannkynsins. Hvað hefur þeim orðið ágengt? Sem fyrr svarar mannkynssagan. „Yfir fjórar milljónir manna eru nú flæktar í 42 mismunandi styrjaldir, uppreisnir og borgaralega baráttu. . . . Á bilinu ein til fimm milljónir manna hafa fallið í þeim átökum,“ sagði The New York Times árið 1984. Núna trúa því fáir að Sameinuðu þjóðirnar séu færar um að koma í veg fyrir að styrjaldir og átök brjótist út. Tilvist þeirra dregur lítið úr ótta manna við þriðju heimsstyrjöldina eða gereyðingarstríð með kjarnorkuvopnum.

Vaxandi hótanir og spenna

Ein af ástæðunum fyrir því að stofnanir, svo sem Sameinuðu þjóðirnar, eru vanmegnugar þess að koma í veg fyrir stríð, er sú að þjóðir heims setja sitt eigið fullveldi og réttindi ofar öllu öðru. Réttar hegðunarreglur og ábyrg framkoma á alþjóðavettvangi skiptir þær litlu máli. Sumar þjóðir telja sig hafa fullan rétt til að beita hvaða ráðum, sem þær telja nauðsynleg, til að ná markmiði sínu — fjöldamorðum, launmorðum, mannránum, sprengjutilræðum og svo mætti lengi telja — og oft eru fórnarlömbin saklaust fólk. Jafnvel stórveldin reyna oft til hins ýtrasta á þolrif hvers annars í nafni sjálfsverndunar og þjóðarhagsmuna. Hversu lengi ætli þjóðirnar umberi slíka heimsku og ábyrgðarleysi af hverri annarri? Hversu mörg stríð, eins og um Falklandseyjar, í Afghanistan, Grenada, í Kóreu og svo framvegis þolir heimurinn án þess að upp úr sjóði? Ekki er vandséð hvers vegna þjóðernishyggja og sjálfsákvörðunarréttur eru stærstu hindranirnar á veginum fyrir því að binda enda á styrjaldir.

Vopnaðar og í viðbragðsstöðu

Allir vita núorðið að í vopnabúrum stórveldanna eru geymd nægileg kjarnorkuvopn til að tortíma öllu mannslífi á jörðinni margsinnis. En hvað um hinar þjóðirnar? Samkvæmt skýrslu bandarískra stjórnvelda eyddu þróunarlönd heimsins ríflega 230 milljónum Bandaríkjadollara á síðasta áratug, þótt að þeim kreppti efnahagslega, til að kaupa háþróuðustu flugvélar, flugskeyti og skriðdreka sem völ er á. Afleiðingarnar? „Svo er komið að margir kaupendanna eiga í vandræðum með að koma öllum nýja búnaðinum sínum fyrir.“ Þessar þjóðir eru bókstaflega vopnaðar í bak og fyrir. Sú staðreynd að þær ráða aðeins yfir svokölluðum venjulegum vopnum gerir þær miklum mun viljugri til að nota þau.

Er ástæða til vonar?

Síendurtekin mistök manna að binda enda á styrjaldir undirstrikar aðeins þann sannleika Biblíunnar að ‚gangandi maður getur ekki einu sinni stýrt skrefum sínum.‘ (Jeremía 10:23) Hversu mjög sem mennirnir þrá að sjá bundinn enda á styrjaldir vita þeir hreinlega ekki af sjálfum sér hvernig þeir eigi að fara að því. Hvað þá um fyrirheitið um að ‚styrjaldir verði stöðvaðar til endimarka jarðar‘? Er það gefið aðeins til að vekja falskar vonir eða gera gys að okkur? Vissulega ekki. Jehóva fullvissar okkur svo um hvert einasta orð eða loforð sem gengur fram af munni hans: „Það hverfur ekki aftur til mín . . . fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar.“ (Jesaja 55:11) Hvernig verður þá þetta fyrirheit að veruleika? Hvaða skynsamlegur grundvöllur er til að trúa að Guði muni takast það sem manninum hefur mistekist margsinnis?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila