Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.2. bls. 13-18
  • „Aðrir sauðir“ og kvöldmáltíð Drottins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Aðrir sauðir“ og kvöldmáltíð Drottins
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Breytt sjónarmið
  • Páskarnir og minningarhátíðin
  • Mikilvægi þess að sækja minningarhátíðina
  • Öllum sýnd ástrík umhyggja
  • Þörfin á sjálfsrannsókn
  • Hátíðahöldin 1985
  • Hvers vegna höldum við kvöldmáltíð Drottins?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • ‚Berum skyn á hvað við erum‘ við minningarhátíð
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • ,Gerið þetta í mína minningu‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Hvers vegna er kvöldmáltíð Drottins haldin hátíðleg?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.2. bls. 13-18

„Aðrir sauðir“ og kvöldmáltíð Drottins

„[Jesús] er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins.“ — 1. Jóhannesarbréf 2:2.

1. Hvaða árangri hefur ‚prédikun fagnaðarerindisins um ríkið‘ skilað?

JESÚS sagði: „Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina, öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“ (Matteus 24:14) Sumir af kynslóðinni frá 1914 eru enn á lífi og geta borið vitni um að vottar Jehóva hafa af trúfesti fylgt þessari skipun. Þar af leiðandi hafa hundruð þúsundir hjartahreinna mann, vonsviknir yfir því hvernig þessi heimur hefur brugðist, tekið við fagnaðarerindinu. Þeir hafa vígt sig Jehóva Guði, ljáð ríki hans stuðning sinn og sýnt það með skírn í vatni. Árið 1984 tók alls 179.421 slíka viturlega afstöðu. Í reynd voru þeir að segja við þá sem bera nafn Guðs: „Vér viljum fara með yður, því að vér höfum heyrt, að Guðs sé með yður.“ — Sakaría 8:23, 24.

2. Hvað réði því hvenær Jesús fór að safna sínum ‚öðrum sauðum‘?

2 Þessi sívaxandi ‚mikli múgur‘ guðsdýrkenda er hluti af þeim sem Jesús kallar „aðra sauði“ sína. (Opinberunarbókin 7:9 15; Jóhannes 10:16) Þeir hafa þá dýrmætu von að lifa eilíflega í jarðneskri paradís. (Sálmur 37:29) Jesús sagði fyrir um að hann myndi safna saman þessum trúföstu fylgjendum sínum eftir að hafa fyrst gefið því óskiptan gaum að safna saman ‚lítilli hjörð‘ sauðumlíkra manna sem hann miðlar nýja sáttmálanum. (Lúkas 12:32; Hebreabréfið 9:15) Með í huga samansöfnun þessara tveggja hópa sauðumlíkra manna í ‚eina hjörð‘ getum við skilið hvers vegna Jóhannes postuli sagði að Jesús Kristur væri „friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins.“ — 1. Jóhannesarbréf 2:1, 2.

Breytt sjónarmið

3, 4. (a) Hvernig hafa margir þurft að breyta viðhorfum sínum til kvöldmáltíðar Drottins? (b) Hvað átti Páll við þegar hann sagði: „Svo oft sem þér etið . . . og drekkið?“

3 Margir af ‚öðrum sauðum,‘ sem nýlega hefur verið safnað, voru vanir að ganga til altaris, misoft og með mismunandi hætti eftir trúarskoðunum þess trúfélags sem þeir tilheyrðu. En nú hafa þeir gert sér ljóst að kvöldmáltíð Drottins skal haldin hátíðleg aðeins einu sinni á ári. Hvers vegna? Nú, páskar Gyðinga voru haldnir hátíðlegir aðeins einu sinni ár hvert, og Jesús stofnsetti minningarhátíðina páskakvöldið 14. nísan. Síðan sagði hann lærisveinum sínyum: „Gjörið þetta í mina minningu.“ Páll bætir við: „Svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum, boðið þér dauða Drottins, þangað til hann kemur.“ (1. Korintubréf 11:24-26) Jesús átti bersýnilega við að lærisveinar hans ættu að halda dauða hans hátíðlegan á páskadeginum sem var einu sinni á ári. Þess vegna hefur minningarhátíðin verið haldin „oft“ á æviskeiði kristna safnaðarins. Minningarhátíðin hefur nú þegar verið haldin 1952 sinnum.

4 Hópur hinna ‚annarra sauða‘ hefur einnig gert sér grein fyrir öðrum þýðingarmiklum skoðanamun. Í stað þess að neyta af brauðinu og víninu, eins og margir þeirra gerðu áður í einhverri kirkju, hafa þeir nú látið ‚leiðréttast‘ til að vera áhorfendur. Hvers vegna er það svo? Höfum við biblíuleg rök fyrir því að leyfa að viðstaddir séu áhorfendur auk þátttakenda? — 2. Korintubréf 13:11; 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.

5. (a) Lýsið þeim skrefum sem þarf að stíga til að njóta góðs af fórn Jesú. (b) Hvers vegna hefur Guð sérstaklega snúið sér að 144.000 fylgjendum Krists Jesú?

5 Til að njóta góðs af ‚friðþægingu‘ Krists Jesú þarf að stíga ákveðin skref, óháð því hvort menn vonast eftir lífi á himnum eða í jarðneskri paradís. Skrefin eru þessi: (1) Að afla sér nákvæmrar þekkingar á orði Guðs (Rómverjabréfið 10:13-15); (2) iðka trú (Hebreabréfið 11:6); (3) iðrast (Matteus 4:17); (4) snúa við (Postulasagan 3:19); (5) vígjast (Lúkas 9:23); (6) láta skírast (Matteus 28:19). Það er eftir að þessi skref hafa verið stigin að Guð snýr sér með serstökum hætti að þeim sem hann velur til að vera einn hinna 144.000 eða af ‚litlu hjörðinni.‘ Í hvaða tilgangi? Til að einstaklingurinn verði andlegur sonur Guðs og eigi í vændum að verða prestur og konungur með Kristi Jesú. (Opinberunarbókin 20:4, 6) Nú eru á lífi aðeins leifar slíkra andlegra sona, og það eru þeir sem með réttu neyta brauðsins og vínsins. Það skýrir því hvers vegna yfirgnæfandi meirihluti votta Jehóva eru áhorfendur en ekki þátttakendur.

Páskarnir og minningarhátíðin

6. Hvers vegna hafa sumir haldið fram að ‚aðrir sauðir‘ ættu að neyta af brauðinu og víninu, og hvaða spurningu vekur það?

6 Sumir hafa látið í ljós það álit að hinn vaxandi fjöldi „annarra sauða“ ætti að neyta brauðsins og vínsins. Rök þeirra hafa verið þessi: Fyrst ‚lögmálið er skuggi hins góða sem ér í vændum‘ og krafðist þess að bæði Ísraelsmenn og umskornir útlendingar, sem bjuggu í landinu, skyldu halda páska, gefi það til kynna að báðir hópar sauðumlíkra manna í ‚einu hjörðinni‘ undir umsjón ‚eins hirðis‘ ættu að neyta brauðsins og vínsins á minningarhátíðinni. (Hebreabréfið 10:1; Jóhannes 10:16; 4. Mósebók 9:14) Þessi rök eru tilefni þýðingarmikillar spurningar: Voru páskarnir fyrirmynd um minningarhátíðina?

7. Að hvaða leyti voru páskarnir ‚skuggi hinna komandi gæða‘?

7 Rétt er að viss atriði páskahaldsins í Egyptalandi uppfylltust vafalaust á Jesú. Páll líkti Jesú við páskalamb og sagði: „Páskalamb voru er slátrað, sem er Kristur.“ (1. Korintubréf 5:7) Að bera blóð páskalambsins á dyrastafi og dyratré tryggði frelsun frumgetningsins á hverju ísraelsku heimili. Eins er það vegna úthellingar blóðs Krists að ‚söfnuður frumgetinna, sem á himnum eru skráðir,‘ fær frelsun sína eða „endurlausnina.“ (Hebreabréfið 12:23, 24; Efesusbréfið 1:3, 7) Enn fremur var ekkert bein í páskalambinu brotið, og það uppfyllist einnig á Kristi Jesú. (2. Mósebók 12:46; Sálmur 34:21; Jóhannes 19:36) Þess vegna má með réttu segja að páskarnir hafi í vissu tilliti verið einn hinna mörgu þátta lögmálsins sem voru ‚skuggi hinna komandi gæða.‘ Öll þessi atriði vísuðu á Krist Jesú, ‚Guðs lambið.‘ — Jóhannes 1:29.

8-10. (a) Hvað er ólíkt með páskunum og minningarhátíðinni í sambandi við blóðið? (b) Hvaða annar munur kemur fram í sambandi við sáttmálana tengda minningarhátíðinni? (c) Hvaða niðurstöðu komumst við því að?

8 Þó voru páskarnir strangt til tekið ekki fyrirmynd um kvöldmáltíð Drottins. Hvers vegna? Pegar páskahald var hafið í Egyptalandi var kjötið af steiktu lambinu etið. Þegar Jesús aftur á móti stofnsetti minningarhátíðina um dauða sinn gaf hann þeim sem voru viðstaddir sérstök fyrirmæli um að eta hold sitt og drekka blóð sitt sem táknað var með brauðinu og víninu. (2. Mósebók 12:7, 8; Matteus 26:27, 28) Þetta mikilvæga atriði kvöldmáltíðarinnar — blóðið — átti sér ekki fyrirmynd í páskunum.

9 Þá ber að nefna annað sem ekki má horfa fram hjá. Jesús ræddi um tvo skylda sáttmála við lærisveina sína, ‚nýja sáttmálann‘ og ‚sáttmála um ríki.‘ (Lúkas 22:20, 28-30) Báðir sáttmálarnir vörðuðu þá sem áttu í vændum að verða prestar og konungar með Kristi Jesú. En í Ísrael gat enginn umskorinn útlendingur, sem bjó í landinu, nokkurn tíma orðið prestur eða konungur. Hér finnum við einnig mun á páskahátíðinni í Ísrael og kvöldmáltíð Drottins.

10 Hvaða ályktun drögum við þá af þessu? Sú staðreynd að umskornir útlendingar, sem bjuggu í landinu, átu ósýrða brauðið, beisku jurtirnar og lambið á páskahátíðinni, gefur ekki tilefni til að þeir sem nú mynda ‚aðra sauði‘ Drottins, og eru viðstaddir minningarhátíðina, neyti af brauðinu og víninu.

Mikilvægi þess að sækja minningarhátíðina

11. Af hvaða mikilvægum ástæðum ættu ‚aðrir sauðir‘ að sækja minningarhátíðina?

11 Gefur þetta þá til kynna að ekki sé mikilvægt fyrir þá sem mynda hóp ‚hinna sauðanna‘ að vera viðstaddir minningarhátíðina? Vissulega ekki! Þetta er tækifæri fyrir alla sauðumlíka fylgjendur Jesú til að minnast Jesú í mjög sérstökum skilningi. Hinir ‚aðrir sauðir‘ minnast við það tækifæri að þeir hafa þegar notið góðs af úthelltu blóði Krists vegna trúar sinnar á það. Þess vegna lítur Jehóva svo á að þeir hafi „þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins.“ Þess vegna geta þeir ‚veitt heilaga þjónustu dag og nótt í musteri Guðs.‘ (Opinberunarbókin 7:14, 15) Þeir geta líka minnst þess að þeir verða að halda áfram að ‚leita Jehóva, réttlætis og auðmýktar‘ til að hafa von um að vera þyrmt á ‚reiðidegi Jehóva‘ og geta eftir það notið þeirrar gleði að hljóta mannlegan fullkomleika. Að síðustu mun Jehóva geta lýst þá fullkomlega réttláta, en það verður eftir að Jesús fær föður sínum ríkið í hendur. — Sefanía 2:2, 3; 1. Korintubréf 15:24; Opinberunarbókin 20:5.

12. Hvaða gagn hlýst af því að hlusta á minningarhátíðarræðuna?

12 Önnur gild ástæða til að vera viðstaddur er að þau sannindi, sem rædd eru í minningarhátíðarræðunni, eru hluti af ‚djúpi Guðs,‘ ‚föstu fæðunni sem er fyrir fullorðna,‘ ekki mjólk ‚byrjunarkenninganna.‘ (1. Korintubréf 2:10; Hebreabréfið 5:13-6:1) Biblíuræðan mun hjálpa viðstöddum að meta enn meira kærleikann sem Jehóva sýndi þegar hann gerði hina miklu ráðstöfun um ríkið til blessunar öllu mannkyni. Það er líka tækifæri að ‚beina sjónum okkar enn betur til höfundar og fullkomnara trúar okkar, Jesú.‘ Aldrei skyldum við taka sem sjálfsagðan hlut kærleikann sem Jesús sýndi í okkar þágu né þjáningarnar sem hann gekk í gegnum. (Hebreabréfið 12:2, 3) Enn fremur getum við öll fallist á að margar af þeim dýrmætu hugsunum, sem Jesús ræddi við postula sína þegar hann stofnsetti minningarhátíðina — hugsanir tengdar einingu, kærleika og því að upphefja nafn Jehóva — eiga bæði erindi til hinna ‚annarra sauða‘ og ‚litlu hjarðarinnar.‘

Öllum sýnd ástrík umhyggja

13. Hvers vegna er mikilvægt að bera öllum viðstöddum brauðið og vínið?

13 Mikilvægt er að allir sem viðstaddir eru kvöldmáltíð Drottins séu minntir á þá aðferð sem Jesús viðhafði. Það að láta brauðið og vínið ganga mann frá manni á sinn þátt í að hjálpa viðstöddum að meta að verðleikum þau heilögu atriði sem nýbúið er að ræða það kvöld. Það gefur líka öllum tækifæri til að gefa til kynna þá von sem þeir hafa — um líf á himnum eða jörð.a Rétt framkvæmd þessa samstillir söfnuðinn því sem gert er um gervallan heiminn það kvöld. — 1. Korintubréf 14:40.

14. Hvernig geta öldungarnir sýnt umhyggju og ást ef einhver hinna smurðu er veikur á minningarhátíðarkvöldinu?

14 Segjum að einhver hinna smurðu í söfnuðinum sé veikur og geti ekki sótt minningarhátíðina. Hvað þá? Gera ætti allt sem unnt er til að láta einn öldunganna fara með brauð og vín til hans, og ef það hentar getur öldungurinn sagt nokkur viðeigandi orð áður en hann býður hinum sjúka brauðið og vínið og lýkur með viðeigandi bæn. Það mun vafalaust vera hinum sjúka mikil uppörvun! Slík umhyggja stuðlar að kærleiksanda innan safnaðarins. (Sjá einnig Varðturninn þann 1. mars 1985 bls. 32. — Sálmur 133:1.

15. Lýsið nánar hvernig hægt er að sýna kvöldmáltíð Drottins virðingu?

15 Aðrar athyglisverðar spurningar hafa verið bornar fram varðandi framkvæmd minningarhátíðarinnar og hvers konar brauð og vín skuli nota. Svör við þeim spurningum má finna á bls. 17 undir yfirskriftinni „Kvöldmáltíð Drottins synd virðing.“ Rétt er að öldungarnir fylgi grannt því sem þar er sagt.

16, 17. (a) Hvaða spurningar hafa sumir spurt um þátttöku í minningarhátíðinni, og hver einn getur svarað? (b) Hvernig gefur Guð þeim sem getnir eru af anda hans sannfærandi vitnisburð?

16 Sumir hafa áhyggjur af því hvort þeir hafi rétt til að neyta af brauðinu og víninu. Þessi spurning kemur stundum upp á síðustu vikunum áður en kvöldmáltíð Drottins er haldin. Slík fyrirspurn er oft gerð af þeim sem nýlega hafa slegist í hóp votta Jehóva. Hafa þess háttar efasemdir komið upp í huga þér? Hvernig getur þú gengið úr skugga um hvað rétt sé að gera?

Þörfin á sjálfsrannsókn

17 Páll gaf þessar leiðbeiningar um kvöldmáltíð Drottins: „Hver maður prófi sjálfan sig og eti síðan af brauðinu og drekki af bikarnum.“ (1. Korintubréf 11:28, 29) Tókstu eftir að Páll sagði þú yrðir að ‚prófa sjálfan þig‘? Að sjálfsögðu er ekki rangt að ræða slíkt alvarlegt mál við þroskaðan kristinn mann, en þú einn verður að ganga úr skugga um hvert sé einkasamband þitt við Jehóva og son hans. Guð lætur engan hinna 144.000 vera í vafa. Við erum fullvissuð um þetta: „Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn.“ Það er andi Guðs sem vekur í hjarta sérhvers af líkama Krists sannfæringu um að hann sé einn andlegra sona Guðs. Hinn útvaldi veit það og þarf ekki að biðja annan í söfnuðinum að staðfesta það. — Rómverjabréfið 8:15, 16.

18. Hvaða sögulegir atburðir tengdir ‚öðrum sauðum‘ vekja áhuga okkar?

18 Nútímasaga votta Jehóva sýnir að frá 1931 var í boðun Guðsríkis farið að gefa meiri gaum hinum ‚öðrum sauðum.‘ Síðan, 31. maí árið 1935, var í ræðunni „Múgurinn mikli“b sýnt glögglega fram á að ‚múgurinn mikli,‘ sem Jóhannes postuli sá í sýn, væri hinir ‚aðrir sauðir.‘ Hvað gaf þessi nýja áhersla til kynna? Að verið væri að ljúka söfnun ‚litlu hjarðarinnar‘ og að nú væri tími Jesú kominn til að beina, í gegnum sinn ‚trúa og hyggna þjón,‘ athygli sinni að hinum ‚öðrum sauðum.‘ — Matteus 24:45-47.

19. Hvaða sjálfsrannsókn kann að vera ráðleg fyrir hina nýju sem hafa sagst tilheyra hinum smurðu?

19 Með þetta í huga segjum við sérhverjum sem hefur slegist nýlega í hóp þjóna Jehóva og finnst hann tilheyra hinum smurðu: Grandskoðaðu samband þitt við Jehóva. Spyrðu sjálfan þig hvort hin himneska von, sem þér finnst þú hafa, sé að einhverju leyti arfur frá kirkjulegri kenningu, sem þú áður trúðir, að allir fari til himna. Er von þín á einhvern hátt tengd einhverri eigingjarnri löngun eða er hún eitthvert tilfinningamál? Páll sagði: ‚Óhugsandi er að Guð fari með lygi.‘ (Hebreabréfið 6:18) Heilagur andi köllunarinnar getur ekki heldur logið. Þess vegna er enginn, sem er í sannleika getinn af anda Guðs, stöðugt þjakaður af efasemdum heldur getur hann borið vitni með góðri samvisku að hann sé einn sona Guðs.

Hátíðahöldin 1985

20. Hver er þýðing minningarhátíðarinnar fyrir votta Jehóva?

20 Enginn vafi leikur á að kvöldmáltíð Drottins er mesti hátíðsdagur ársins hjá öllum sannkristnum mönnum. Enginn annar atburður er honum jafn að mikilvægi; engin annar gegnir slíku hlutverki né fer líkt fram. Þegar jörðin snýst á möndli sínum og sólin hverfur bak við sjóndeildarhring á einum stað af öðrum mun því sérhver söfnuður votta Jehóva, smár sem stór, og sérhver einangraður hópur koma saman, hlýðinn boði meistarans.

21. Hvaða hugarfar og eftirvæntingu ætti minningarhátíðin 1985 að vekja í hjörtum þjóna Guðs?

21 Allir sauðumlíkir lærisveinar fagna því stórlega að eiga í vændum að halda enn eina minningarhátíð. Megi minningarhátíðin vera öllum þjónum Jehóva til uppbyggingar og hvatningar. Megi hún gefa þeim sama traust og fyrirmynd þeirra, Jesús Kristur, hafði, hann sem sagði: „Verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn.“ — Jóhannes 16:33.

[Neðanmáls]

a Í einum stórum söfnuði hefur tíðkast að þeir sem bera fram brauðið og vínið standi við enda hverrar sætaraðar og gefi þeim sem þar sitja bendingu. Hver sá sem vildi neyta þurfti að gefa þeim sem þjónaði merki um það. En eins og kemur fram hér að ofan er þetta ekki rétt að farið.

b Þessi ræða var flutt af J. F. Rutherford í Washington, D. C., en hann var þá forseti Biblíu- og smáritafélagsins Varðturninn.

Manst þú?

◻ Hvers vegna voru páskarnir ekki fyrirmynd um minningarhátíðina?

◻ Hvaða sex skref þarf að stiga áður en gagn hlýst af fórn Jesú?

◻ Hvers vegna er svona mikilvægt að þú sért viðstaddur minningarhátíðina?

◻ Hvers vegna er sjálfsrannsókn gagnleg fyrir minningarhátíðina?

[Rammi á blaðsíðu 17]

Kvöldmáltíð Drottins sýnd virðing

Brauðið og vínið

Ósýrt brauð: Nota má brauð eins og ókryddað matsot-brauð Gyðinga sem er gert aðeins ú hveiti og vatni. Notið ekki slíkat brauð sem í er bætt salti, sykri, malti, eggjum eða lauk. Baka má ósýrt brauð þannig: Blandiði saman einum og hálfum bolla af hveiti (ef ófáanlegt má nota hrísmjöl, maísmjöl eða annað mjöl) og einum bolla af vatni í mjúkt deig. Fletjið það síðan út í mjög þunnar kökur. Setjið kökurnar á plötu og pikkið með gaffli. Bakið þær í heitum ofni þar til þær eru harðar og stökkar.

Vín: Notið ómengað, rautt þrúguvín svo sem Chianti, Búrgundy eða annað þrúguvín. Notið ekki vín sem hafa verið styrkt eða blönduð með koníaki, svo sem sherry, portvín eða múskatelvín. Notið ekki krydduð vín svo sem Dubonnet eða önnur fordrykkjarvín. Nota má heimagert rauðvín ef það hefur ekki verið sykrað, kryddað eða blandað.

Undirbúningur Ríkissalarins

Borð fyrir brauð og vín: Leggið hreinan dúk á borðið og nógu marga diska og bikara. Brjóta má brauðið og hella víni í bikarana fyrir samkomuna. Jesús setti ekkert fordæmi um þetta sem hefur helgisiðagildi. Ef aðstæður útheimta má breiða hreinan dúk yfir til varnar gegn skordýrum.

Þjónar: Gefið fyrirmæli tímanlega til að forðast tafir eða óvissu um hvernig öllum viðstöddum skuli borið brauðið og vínið, þar á meðal ræðumanni og þeim sem þjóna.

Umsjón í sal: Nægilega margir ættu að vera til taks tímanlega fyrir samkonuna til að hægt sé að bjóða alla velkomna og vísa þeim til sætis.

Blómaskreytingar: Skulu vera einfaldar og smekklegar, ef einhverjar.

Framkvæmd samkomunnar

Tími: Þótt ræðan megi hefjast fyrr skal ekki bera brauðið og vínið fram fyrr en eftir sólsetur. Kanna skal á hverjum stað hvenær sól sest þann 4. apríl.

Ræða: Ræðumaður skal vera vel undirbúinn til að hann geti gert efninu skil innan tilskilinna tímamarka. Efnismeðferð ætti að vera skýr og uppörvandi fyrir alla viðstadda.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila