Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w87 1.12. bls. 32
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Svipað efni
  • Hroki Absalons varð til þess að hann gerði uppreisn
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Hroki er undanfari smánar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Þeir eru öruggir sem treysta Jehóva í einu og öllu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • 2. Samúelsbók – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
w87 1.12. bls. 32

Spurningar frá lesendum:

◼ Hvað er átt við í 2. Samúelsbók 18:8 þar sem segir: „Varð skógurinn fleiri mönnum að líftjóni heldur en sverðið“?

Hinn myndarlegir sonur Davíð konungs, Absalon, hafði sölsað undir sig hásætið og neytt föður sinn til að flýja Jerúsalem. Eftir það var háður bardagi í skógum Efraíms (ef til vill austur af Jórdan) milli sveita Absalons og þeirra sem sýndu smurðum konungi Jehóva, Davíð, hollustu. Í 2. Samúelsbók 18:6, 7 er greint frá því að í hörðum bardaga hafi menn Davíðs fellt 20.000 uppreisnarseggi. Næsta vers segir að hluta til: „Varð skógurinn fleiri mönnum að líftjóni heldur en sverðið hafði orðið þann dag.“

Sumir hafa látið sér detta í hug að þetta merki að uppreisnarhermennirnir hafi orðið villidýrum, sem bjuggu í skóginum, að bráð. (1. Samúelsbók 17:36; 2. Konungabók 2:24) Svo þarf þó alls ekki að vera. „Dreifðist bardaginn þar um allt landið“ segir frásagan. Sú skýring er líklegri að hermenn Absalons hafi, á skipulagslausum flótta sínum gegnum skóginn, fallið í skorninga og gljúfur eða flækst í þéttum kjarrgróðri skógarins. Frásagan segir reyndar að Absalon hafi sjálfur orðið skóginum að bráð. Hann hafði mikið og sítt hár sem bersýnilega flæktist í stóru tré, og þar hékk hann hjálparvana þegar Jóab og menn hans komu og réðu honum bana. Líki Absalons var ‚kastað í gryfju eina mikla þar í skóginum og afar mikil steindys hlaðin yfir hann.‘ — 2. Samúelsbók 18:9-17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila