Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w93 1.5. bls. 4
  • Afrískar biblíuþýðingar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Afrískar biblíuþýðingar
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Svipað efni
  • Bók sem „talar“ lifandi tungumál
    Bók fyrir alla menn
  • Bók fyrir alla
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Jehóva, Guð tjáskipta
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Hvernig er hægt að velja góða biblíuþýðingu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
w93 1.5. bls. 4

Afrískar biblíuþýðingar

Fyrstu þýðingar allrar Biblíunnar á afríkumál voru gerðar í Egyptalandi. Þær eru kallaðar koptísku þýðingarnar og eru taldar vera frá þriðju eða fjórðu öld okkar tímatals. Um þrem öldum síðar var Biblían þýdd á eþíópsku.

Þau mörg hundruð tungumál, sem töluð voru suður af Eþíópíu og Sahara og áttu sér ekki ritmál, urðu að bíða trúboðanna sem komu á 19. öld. Árið 1857 var merkum áfanga náð er Robert Moffatt lauk biblíuþýðingu sinni á tsvana sem er talað í Afríku sunnanverðri. Hann prentaði hana í pörtum á handdrifna prentvél. Þetta var fyrsta heila Biblían sem prentuð var í Afríku og einnig fyrsta þýðing allrar Biblíunnar á afríkumál sem ekki hafði átt sér ritmál áður. Athyglisvert er að Moffatt notaði nafn Guðs, Jehóva, í þýðingu sinni. Í útgáfu Breska og erlenda biblíufélagsins árið 1872 er nafnið Jehóva notað í hinum mikilvægu orðum Jesú í Matteusi 4:10 og Markúsi 12:29, 30.

Árið 1990 hafði öll Biblían verið þýdd á 119 afríkumál og hlutar hennar voru fáanlegir á 434 málum í viðbót.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila