Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w97 1.7. bls. 3-4
  • Trúirðu á endurholdgun?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Trúirðu á endurholdgun?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Svipað efni
  • Kennir Biblían hugmyndina um endurholdgun?
    Biblíuspurningar og svör
  • Ættirðu að trúa á endurholdgun?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Hve mörg líf átt þú að baki?
    Vaknið! – 1985
  • Hugmyndin kemst inn í austurlensk trúarbrögð
    Hvað verður um okkur þegar við deyjum?
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
w97 1.7. bls. 3-4

Trúirðu á endurholdgun?

„MANSTU eftir nágrannastúlkunni sem þú varst hrifinn af þegar þú varst að alast upp hér á Indlandi?“ skrifaði Mukundbhai í bréfi til sonar síns sem var við háskólanám í Bandaríkjunum. „Hún á að giftast eftir fáeinar vikur. Ég vildi láta þig vita.“

Af hverju færði faðirinn syni sínum þessar fréttir? Þegar allt kom til alls hafði Mukundbhai bundið harkalega enda á samband unglinganna fyrir mörgum árum. Og sonurinn var búinn að vera við framhaldsnám í Bandaríkjunum í sex ár. Hann hafði ekki haft samband við stúlkuna allan þann tíma og Mukundbhai vissi það.

Af hverju hafði Mukundbhai þá áhyggjur af þessu? Af því að hann trúði á endurholdgun eða endurfæðingu.a Ef rekja mætti samband unglinganna tveggja til þess að þau hafi verið hjón í fyrra lífi, þá væri grimmúðlegt að stía þeim sundur núna þegar þau voru komin á giftingaraldur. Mukundbhai vildi bara vekja athygli sonar síns á stöðunni áður en stúlkan yrði kona einhvers annars í þessu lífi.

Tökum annað dæmi. Fjögurra ára stúlka þurfti að leggjast nokkrum sinnum inn á spítala í Mumbai á Indlandi vegna gallaðrar hjartaloku. Foreldrar hennar, sem voru í góðum efnum, afbáru varla að horfa upp á barnið þjást, en þeir hugsuðu með sér: „Við verðum að sætta okkur við þetta. Hún hlýtur að hafa gert eitthvað í fyrra lífi til að verðskulda það.“

Endurholdgunartrúin gegnir stóru hlutverki í lífi milljóna hindúa, búddhatrúarmanna, jaina, síka og áhangenda annarra trúarbragða sem eru upprunnin á Indlandi. Viðburðir í lífinu — allt frá því að verða ástfanginn til mestu þjáninga — eru taldir afleiðingar verka í fyrra lífi.

Margir Vesturlandabúar eru líka hrifnir af endurholdgunarkenningunni. Bandaríska leikkonan Shirley MacLaine segist trúa á endurholdgun. Rithöfundurinn Laurel Phelan í Vancouver í Bresku-Kólumbíu í Kanada kveðst muna eftir 50 fyrri lífum sínum. Í skoðanakönnun, sem Gallup gerði árið 1994 fyrir CNN/USA Today, kváðust 270 af 1016 þátttakendum á fullorðinsaldri trúa á endurholdgun. Nýaldarhreyfingin aðhyllist einnig endurholdgun. En hvaða rök eru fyrir þessari trú?

„Minningar frá fyrra lífi!“ segja þeir sem trúa á endurholdgun. Þess vegna tóku flestir það sem góða og gilda sönnun fyrir endurholdgun þegar „minningar frá fyrra lífi“ tóku að gera vart við sig hjá Ratönu, þriggja ára stúlku í Bangkok sem taldi sig hafa verið „trúhneigða konu sem dó á sjötugsaldri.“

En margir efast, og hægt er að hugsa sér margar aðrar skýringar á minningum sem eiga að vera úr fyrra lífi.b Í bókinni Hinduism: Its Meaning for the Liberation of the Spirit segir hindúinn og heimspekingurinn Nikhilananda að ‚ekki sé hægt að sýna með rökum fram á reynslu eftir dauðann.‘ Engu að síður fullyrðir hann að „kenningin um endurfæðingu sé frekar sennileg en ósennileg.“

En styður Biblían þessa kenningu? Og hvaða von veitir innblásið orð Guðs um hina dánu?

[Neðanmáls]

a Alfræðibókin The New Encyclopædia Britannica segir: „Endurholdgun er endurfæðing sálarinnar í einni eða fleiri tilverum, annaðhvort sem maður, dýr eða í sumum tilvikum sem jurt.“ Orðið „endurfæðing“ er einnig notað til að lýsa þessu fyrirbæri, en yfirleitt er talað um „endurholdgun.“ Nokkrar indverskar orðabækur nota orðin jöfnum höndum.

b Sjá Vaknið! (enska útgáfu) 8. júní 1994, bls. 5-7.

[Mynd á blaðsíðu 4]

Er verið að refsa henni fyrir syndir í fyrra lífi?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila