Komdu á landsmótið — „Trúin á orð Guðs“
MARGAR milljónir manna verða viðstaddar á hundruðum staða víða um heim. Á Íslandi verður mótið haldið í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dagana 8. til 10. ágúst. Vonandi hefur þú tækifæri til að koma.
Boðið er upp á hagnýta biblíufræðslu sem þú getur notfært þér. Dagskráin hefst alla morgna með tónlist kl. 9:30. Á föstudagsmorgni verður 25 mínútna viðtal við fólk sem orðið hefur fyrir djúpstæðum áhrifum af trú sinni á orð Guðs. Morgundagskránni lýkur með aðalræðunni: „Framgöngum í trú, ekki eftir því sem við sjáum.“
Í fyrstu ræðunni eftir hádegi á föstudag verður fjallað um þýðingarmikið hlutverk unglinga í kristna söfnuðinum. Síðan er á dagskrá þrískipt ræðusyrpa um staðla Biblíunnar varðandi tal, framkomu og persónulegt útlit. Því næst verða fluttar ræðurnar „Varastu trúarskort“ og „Orð Guðs er lifandi“ sem eru byggðar á hinum góðu leiðbeiningum í 3. og 4. kafla Hebreabréfsins. Dagskránni á föstudag lýkur með ræðunni „Bók handa öllum.“
Fyrsta ræðan á laugardagsmorgni nefnist „Trúin er dauð án verka.“ Önnur mikilvæg ræða þann morgun nefnist „Verðið rótfestir og staðfastir í sannleikanum“ og lýsir því hvernig hægt er að taka út andlegan vöxt. Morgundagskránni lýkur með föstum dagskrárlið, „Trúin á orð Guðs leiðir til skírnar,“ og eftir ræðuna geta nýir lærisveinar látið skírast.
Fyrsta ræðan eftir hádegi á laugardag, „Berjumst fyrir trúnni,“ fjallar um áminningar Júdasarbréfsins. Í klukkustundarlangri ræðusyrpu, sem nefnist „Göngum í hús Jehóva,“ verður rætt um gagnið af kristnum samkomum. Dagskránni þann dag lýkur með erindinu „Trúarstaðfesta þín — reynd núna.“
Á sunnudagsmorgni er á dagskrá þrískipt ræðusyrpa þar sem fjallað er um Jóelsbók, meðal annars þýðingu hennar á okkar dögum. Síðan verður flutt biblíuleikrit sem kallast: „Haltu auga þínu heilu.“ Einn af hápunktum mótsins er opinberi fyrirlesturinn, „Trúin og framtíð þín,“ sem fluttur verður síðdegis.
Það verður örugglega andlega auðgandi fyrir þig að vera viðstaddur. Þér er velkomið að koma og hlýða á alla dagskrána. Gerðu ráðstafanir til þess núna. Mótið verður haldið
8. til 10. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi