Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w97 1.9. bls. 3-4
  • Samviskan — Byrði eða blessun?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Samviskan — Byrði eða blessun?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Samviskan — afstaða Biblíunnar
  • Hvernig geturðu varðveitt góða samvisku?
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Hlustaðu á rödd samviskunnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Er samviska þín traustur leiðarvísir?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Að Þjálfa samviskuna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
w97 1.9. bls. 3-4

Samviskan — Byrði eða blessun?

‚SAMVISKAN nagar mig!‘ Nálega allir fá samviskubit af og til. Samviskubitið getur spannað allan kvarðann frá smákvíða upp í vítiskvalir. Samviskubit getur jafnvel hrint af stað þunglyndi eða sterkri mistakakennd.

Séð í þessu ljósi er samviskan þá ekki bara tóm byrði? Sumum finnst það kannski. Hugsuðir fyrri kynslóða litu oft á samviskuna sem áskapaðan, meðfæddan hæfileika. Margir töldu hana siðferðilegan vegvísi sem Guð hefði gefið manninum. Samviskan hefur því verið kölluð „nálægð Guðs í manninum,“ „frumeðli okkar“ og jafnvel „rödd Guðs.“

Á síðari árum hefur sú skoðun orðið útbreidd að samviskan sé aðallega áunnin — til komin fyrir áhrif foreldra og þjóðfélags. Sumir sálfræðingar halda því til dæmis fram að barn læri að forðast óæskilega hegðun fyrst og fremst af ótta við refsingu. Þeir telja að það sem við köllum samvisku felist einfaldlega í því að við höfum tileinkað okkur persónuleg lífsgildi og trú foreldranna. Aðrir benda á hlutverk þjóðfélagsins í heild í því að miðla okkur gildismati og siðferðisreglum. Sumir telja samviskubit ekkert annað en árekstur milli þess sem við viljum gera og þess sem kúgandi þjóðfélag heimtar að við gerum!

Hvað sem öllum kenningum líður hefur fólk æ ofan í æ boðið foreldrum, fjölskyldum og heilum þjóðfélögum birginn vegna þess að samviskan sagði þeim að gera það. Sumir hafa jafnvel verið tilbúnir til að fórna lífinu af samviskuástæðum! Og þrátt fyrir að menningarsamfélög heims séu gríðarlega ólík eru verk eins og morð, þjófnaður, framhjáhald, lygar og sifjaspell nálega alls staðar talin röng. Bendir það ekki til þess að samviskan sé ásköpuð, meðfædd?

Samviskan — afstaða Biblíunnar

Jehóva Guð er öruggasta heimildin um þetta mál. Þegar öllu er á botninn hvolft ‚hefur Guð skapað okkur og hans erum við.‘ (Sálmur 100:3) Hann skilur eðli okkar til hlítar. Orð hans, Biblían, útskýrir að maðurinn sé skapaður í hans „mynd.“ (1. Mósebók 1:26) Maðurinn var skapaður með skynbragð á rétt og rangt og samviskan var frá upphafi eðlislægur þáttur í fari hans. — Samanber 1. Mósebók 2:16, 17.

Páll postuli staðfestir þetta í bréfi sínu til Rómverja og segir: „Þegar heiðingjar, sem hafa ekki lögmál [Guðs], gjöra að eðlisboði það sem lögmálið býður, þá eru þeir, þótt þeir hafi ekki neitt lögmál, sjálfum sér lögmál. Þeir sýna, að krafa lögmálsins er rituð í hjörtum þeirra, með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra, sem ýmist ásaka þá eða afsaka.“ (Rómverjabréfið 2:14, 15) Hér er bent á að margir, sem ólust ekki upp undir lögmáli Guðs er Gyðingum var gefið, hafi engu að síður fylgt sumum af meginreglum þess, ekki sökum þrýstings frá þjóðfélaginu heldur „að eðlisboði.“

Samviskan er því alls ekki byrði heldur blessun, Guðs gjöf. Víst getur hún kvalið okkur, en þegar við tökum mark á henni getur hún líka veitt okkur djúpa fullnægjukennd og innri frið. Hún getur leiðbeint okkur, verndað og hvatt. The Interpreter’s Bible segir: „Eina leiðin fyrir manninn til að vernda tilfinninga- og geðheilsu sína er sú að reyna að brúa bilið milli þess sem hann gerir og þess sem honum finnst hann eigi að gera.“ Hvernig getum við brúað þetta bil? Er hægt að móta og þjálfa samviskuna? Þessar spurningar eru ræddar í næstu grein.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila