Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w00 1.2. bls. 3
  • Hver er lykillinn að velgengni?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hver er lykillinn að velgengni?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Svipað efni
  • Velgengni byggð á þrautseigju
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Vélknúið flug
    Vaknið! – 2010
  • Kenndu barninu þínu þrautseigju
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Prédikum án afláts
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
w00 1.2. bls. 3

Hver er lykillinn að velgengni?

TVEIR ungir athafnamenn eru búnir að smíða skringilega vél og eru að búa hana vandvirknislega undir reynsluferð. En allt í einu tekst vélin á loft í vindhviðu og skellur svo til jarðar með miklum dynk. Mennirnir horfa höggdofa á ósköpin. Þessi brothætta vél, sem þeir höfðu lagt svo mikla vinnu og erfiði í, liggur þarna brotin og skæld — hrúga af málmi og tré.

Bræðurnir Orville og Wilbur Wright voru að reyna að smíða flugvél sem var eðlisþyngri en andrúmsloftið, og þessi atburður, sem átti sér stað á októberdegi árið 1900, var ekki fyrsta áfallið sem þeir urðu fyrir. Þeir voru þegar búnir að eyða nokkrum árum og talsverðu fé í tilraunir.

En að lokum var Wrightbræðrum umbunuð þrautseigjan. Hinn 17. desember árið 1903 tókst þeim að koma á loft vélknúinni frumgerð í Kitty Hawk í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hún flaug í 12 sekúndur — stutt flug á nútímamælikvarða en nógu langt til að breyta heiminum til frambúðar!

Á flestum sviðum ræðst árangur að miklu leyti af þolinmæði og þrautseigju. Flest, sem er einhvers virði, kostar tíma og staðfestu, og gildir þá einu hvort við erum að tileinka okkur nýtt tungumál, læra iðn eða treysta vináttubönd. „Í níu tilfellum af hverjum tíu er velgengni afrakstur erfiðis og einskis annars,“ segir rithöfundurinn Charles Templeton. Dálkahöfundurinn Leonard Pitts yngri segir: „Við tölum um hæfileika og viðurkennum heppni, en oftast gleymum við því sem skiptir mestu máli: Miklu erfiði, mörgum mistökum og löngum vinnudegi.“

Þessi orð enduróma orð Biblíunnar endur fyrir löngu: „Hönd hinna iðnu mun drottna.“ (Orðskviðirnir 12:24) Iðjusemi er fólgin í þrautseigju, og það er nauðsynlegt að vera þrautseigur til að ná því marki sem við höfum sett okkur. Hvað er þrautseigja? Hvernig getum við stefnt þrautseig að þeim markmiðum, sem við setjum okkur, og hvar á þrautseigja við? Næsta grein fjallar um það

[Mynd credit line á blaðsíðu 3]

Ljósmynd: U.S. National Archives.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila