Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w06 1.2. bls. 3
  • Hverjir eru englarnir?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hverjir eru englarnir?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Svipað efni
  • Hverjir eru englarnir?
    Biblíuspurningar og svör
  • Englarnir þjóna þeim sem „hjálpræðið eiga að erfa“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Englar og áhrif þeirra á okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Hvernig geta englar hjálpað okkur?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
w06 1.2. bls. 3

Hverjir eru englarnir?

KONUNGUR voldugs heimsveldis trúir ekki sínum eigin augum. Þrír menn hafa verið dæmdir til dauða og þeim kastað í ofurheitan ofn en koma óskaddaðir út úr eldinum! Hver bjargaði þeim? Konungur segir við þremenningana: „Lofaður sé Guð [ykkar] sem sendi engil sinn og frelsaði þjóna sína, er treystu honum.“ (Daníel 3:28) Meira en tvö þúsund ár eru liðin síðan babýlonski valdhafinn varð vitni að því hvernig engill kom mönnum til bjargar. Forðum daga trúðu milljónir manna á tilvist engla. Margir nútímamenn trúa ekki aðeins að til séu englar heldur telja jafnframt að þeir hafi einhvers konar áhrif á líf þeirra. Hverjir eru englarnir og hvernig urðu þeir til?

Að sögn Biblíunnar eru englarnir andaverur rétt eins og Guð. (Matteus 18:10; Jóhannes 4:24) Englarnir teljast í milljónum þannig að þeir mynda afar fjölmenna sveit. (Opinberunarbókin 5:11) Og allir eru þeir ‚voldugar hetjur‘. (Sálmur 103:20) Þó að englar líkist mönnum að því leyti að þeir hafa sinn eigin persónuleika og frjálsan vilja hófu þeir ekki ævina sem menn. Guð skapaði þá löngu á undan mannkyninu, meira að segja áður en jörðin varð til. Biblían segir að þegar Guð „grundvallaði jörðina“ hafi „morgunstjörnurnar“, það er að segja englarnir, sungið gleðisöng og „allir guðssynir“ fagnað. (Jobsbók 38:4, 7) Englarnir eru kallaðir „guðssynir“ vegna þess að þeir eru sköpunarverk Guðs.

Hvers vegna voru englarnir skapaðir? Hafa þeir gegnt einhverju hlutverki í sögu mannkyns og þá hverju? Hafa þeir áhrif á okkur núna? Nú hafa englarnir frjálsan vilja. Hafa einhverjir þeirra þá fetað í fótspor Satans djöfulsins og snúist á móti Guði? Biblían svarar öllum þessum spurningum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila