Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w06 1.8. bls. 3
  • Hvað er Guðsríki?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað er Guðsríki?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Svipað efni
  • Hver var fyrsta syndin?
    Vaknið! – 2006
  • Hvernig var lífið í paradís?
    Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu
  • Paradísin glatast
    Biblían — hver er boðskapur hennar?
  • Andaverur eru æðri en við
    Lærum af kennaranum mikla
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
w06 1.8. bls. 3

Hvað er Guðsríki?

HÖRMULEG ógæfa henti mannkynið snemma í sögu þess. Engill gerði uppreisn gegn yfirráðum skapara síns. Þessi uppreisnarseggur tældi fyrstu konuna, Evu, til að borða af forboðna ávextinum. Engillinn sagði við hana og Adam, eiginmann hennar: „Vissulega munuð þið ekki deyja! En Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum, munu augu ykkar upp ljúkast, og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills.“ (1. Mósebók 2:16, 17; 3:1-5) Þessi uppreisnargjarni engill var kallaður djöfull og Satan. — Opinberunarbókin 12:9.

Treysti Eva orðum Satans? Í Biblíunni segir: „Er konan sá, að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks, þá tók hún af ávexti þess og át, og hún gaf einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át.“ (1. Mósebók 3:6) Já, fyrstu hjónin, Adam og Eva, gengu í lið með Satan í uppreisninni. Það varð til þess að þau og afkomendur þeirra glötuðu paradís. Börn þeirra hefðu átt að fæðast fullkomin og geta lifað að eilífu en erfðu þess í stað synd og dauða. — Rómverjabréfið 5:12.

Hvernig brást Jehóva Guð, alheimsdrottinn, við uppreisninni? Hann gerði ráðstafanir til að fyrirgefa syndir. (Rómverjabréfið 5:8) Jehóva Guð setti einnig á stofn stjórn til að taka á vandanum. Þetta stjórnarfyrirkomulag er „Guðs ríki.“ (Lúkas 21:31) Alheimsstjórn Guðs notar þetta ríki í ákveðnum tilgangi.

Hver er tilgangurinn með Guðsríki? Hverju á það að koma til leiðar og hvernig er það í samanburði við mannlegar stjórnir? Hvenær átti Guðsríki að taka til starfa? Þessar spurningar verða ræddar í næstu grein.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila