Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w10 1.10. bls. 14-15
  • Þeir sem skrifuðu um Jesú

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þeir sem skrifuðu um Jesú
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Svipað efni
  • Þeir skrifuðu um Jesú
    Kenndu börnunum
  • Mikill meistari gefur okkur skýrari mynd af skaparanum
    Er til skapari sem er annt um okkur?
  • Markús gafst ekki upp
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • „Ómenntaðir almúgamenn“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
w10 1.10. bls. 14-15

Kenndu börnunum

Þeir sem skrifuðu um Jesú

FINNST þér gaman þegar við lesum saman um Jesú? —a Sumir verða hissa þegar þeir uppgötva að Jesús skrifaði ekkert sem stendur í Biblíunni. Átta biblíuritarar segja hins vegar frá mörgu sem hann sagði og gerði. Þeir lifðu allir á sama tíma og Jesús og þeir segja frá hvað hann kenndi. Geturðu talið þá upp? — Fjórir þeirra hétu Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes. Hinir hétu Pétur, Jakob, Júdas og Páll. Hvað veistu um þessa biblíuritara? —

Átta biblíuritarar sem skrifuðu um Jesú

Við skulum byrja á að tala um þrjá ritara sem voru líka í hópi postulanna 12. Veistu hverjir þeir voru? — Pétur, Jóhannes og Matteus. Pétur skrifaði tvö bréf til trúsystkina sinna. Hann sagði þeim frá ýmsu sem hann vissi að Jesús sagði og gerði. Flettu upp í Biblíunni á 2. Pétursbréfi 1:16-18 og lestu hvernig Pétri fannst að heyra Jehóva Guð tala við Jesú af himni. — Matteus 17:5.

Jóhannes postuli skrifaði fimm biblíubækur. Hann var næstur Jesú þegar þeir borðuðu saman í síðasta sinn. Jóhannes var líka hjá Jesú þegar hann dó. (Jóhannes 13:23-26; 19:26) Jóhannes skrifaði eitt af guðspjöllunum fjórum sem segja frá ævi Jesú. Hann skrifaði líka niður opinberunina sem Jesús gaf honum og Jóhannesarbréfin þrjú. (Opinberunarbókin 1:1) Matteus var þriðji postulinn sem skrifaði um Jesú. Hann var áður tollheimtumaður.

Tveir aðrir biblíuritarar þekktu Jesú vel af vissum ástæðum. Þeir voru yngri synir Jósefs og Maríu og þar af leiðandi hálfbræður Jesú. (Matteus 13:55) Til að byrja með voru þeir ekki lærisveinar hans. Þeim fannst hann meira að segja vera hálfruglaður vegna þess hvað hann var ákafur að prédika. (Markús 3:21) Hvað hétu þessir bræður hans? — Annar hét Jakob. Hann skrifaði Jakobsbréfið. Hinn hét Júdas. Hann skrifaði Júdasarbréfið. — Júdasarbréfið 1.

Tveir aðrir sem skrifuðu um ævi Jesú voru Markús og Lúkas. Móðir Markúsar hét María og hún átti stórt hús í Jerúsalem. Þar söfnuðust frumkristnir menn saman, þeirra á meðal Pétur postuli. (Postulasagan 12:11, 12) Nokkrum árum áður, kvöldið sem Jesús hélt síðustu páskana með postulum sínum, elti Markús þá líklega þegar þeir fóru í Getsemanegarðinn. Þegar Jesús var handtekinn gripu hermennirnir Markús en hann komst undan og skildi eftir línklæðið. — Markús 14:51, 52.

Lúkas var vel menntaður læknir sem líklega gerðist lærisveinn eftir að Jesús dó. Hann kynnti sér vandlega ævi Jesú og skrifaði skýra og nákvæma frásögu um hann. Lúkas ferðaðist með Páli postula og skrifaði síðan Postulasöguna. — Lúkas 1:1-3; Postulasagan 1:1.

Páll er áttundi biblíuritarinn sem skrifaði um Jesú. Hann lærði hjá Gamalíel, frægum kennara í lögmálinu. Páll var kallaður Sál á þeim tíma og var alinn upp og menntaður sem farísei. Hann hataði lærisveina Jesú og átti þátt í taka suma þeirra af lífi. (Postulasagan 7:58–8:3; 22:1-5; 26:4, 5) Veistu hvernig Páll kynntist sannleikanum um Jesú? — 

Páll var á leið til Damaskus til að handtaka lærisveina Jesú, en allt í einu skein skært ljós af himni og blindaði hann. Hann heyrði rödd sem spurði: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ Það var Jesús sem talaði. Hann sagði Páli að fara til Damaskus. Jesús sagði svo lærisveininum Ananíasi að tala við Pál, og Páll gerðist fylgjandi Jesú. (Postulasagan 9:1-18) Páll skrifaði 14 bækur í Biblíunni. Þær byrja á Rómverjabréfinu og enda á Hebreabréfinu.

Ert þú farinn að lesa biblíubækurnar sem segja frá Jesú, eða hefurðu fengið einhvern til að lesa þær fyrir þig? — Eitt það albesta sem þú getur gert er að byrja núna á unga aldri að læra hvað Biblían segir um Jesú.

a Ef þú ert að lesa fyrir barn geturðu stoppað við þankastrikið og hvatt barnið til að tjá sig.

SPURNINGAR:

  • Hvaða postular Jesú skrifuðu biblíubækur?

  • Hvaða tveir biblíuritarar voru hálfbræður Jesú?

  • Hvers vegna kann Markús að hafa þekkt Jesú og hvers vegna þekkti Lúkas hann líklega ekki?

  • Hvernig bar það til að Páll gerðist lærisveinn Jesú?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila