Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w10 1.10. bls. 8-9
  • Þau óttast ekki lengur endinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þau óttast ekki lengur endinn
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Svipað efni
  • Við lifum innihaldsríku lífi þrátt fyrir erfiðleika
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Fjársvik — alþjóðlegt vandamál
    Vaknið! – 2004
  • Hvernig getur bænin hjálpað mér?
    Vaknið! – 2002
  • Geturðu treyst ráðum Biblíunnar?
    Vaknið! – 2008
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
w10 1.10. bls. 8-9

Þau óttast ekki lengur endinn

SÍÐLA á áttunda áratugnum voru Gary og Karen orðin sannfærð um að heimsendir væri í nánd. Þau fluttu því búferlum úr borginni og út í sveit þar sem þau ætluðu að vera með sjálfsþurftarbúskap. Þau vildu lifa af.

Til þess að afla sér nauðsynlegrar kunnáttu keyptu þau bækur, sóttu ýmis námskeið og ræddu við eins marga og þau gátu. Þau komu sér upp grænmetisgarði og plöntuðu 50 smávöxnum ávaxtatrjám. Þau söfnuðu birgðum af fræi og verkfærum og lærðu að rækta og geyma mat. Vinkona þeirra kenndi þeim að slátra dýrum og verka kjötið. Karen lærði að þekkja plöntur og rætur í skóginum sem þau gætu borðað ef þau yrðu uppiskroppa með matarbirgðir. Gary lærði að vinna eldsneyti úr maís, búa til eldiviðarofn úr málmi og byggja sjálfbært íbúðarhús.

„Vegna þess hve ástandið var hræðilegt í heiminum á þeim tíma,“ segir Karen, „fannst mér að endir siðmenningarinnar væri ekki langt undan.“ Gary segir: „Eins og annað ungt fólk barðist ég gegn kynþáttahatri, Víetnamstríðinu og spillingu. En ég komst fljótt að raun um að það var tálvon. Mér fannst mannkynið vera á leið til glötunar.“

„Kvöld eitt hafði ég ekkert sérstakt fyrir stafni svo að ég greip í Biblíuna og fór að lesa. Ég las frá Matteusarguðspjalli til Opinberunarbókarinnar. Næstu fjögur kvöldin las ég aftur yfir sama efni. Að morgni fimmta dags sagði ég við Karen: ,Við lifum á hinum síðustu dögum. Guð hefst fljótlega handa við að hreinsa jörðina. Við verðum að finna þá sem vilja lifa af.‘“ Gary og Karen fóru nú að leita af þeim sem vildu búa sig undir endinn. Þau leituðu í hinum ýmsu trúarbrögðum.

Um það leyti bankaði einn af vottum Jehóva upp á hjá þeim og biblíunámskeið var hafið. „Ég var mjög spennt,“ segir Karen, „vegna þess að ég fékk útskýringar á biblíuversunum. Ég hafði leitað sannleikans um endalokatímann og fékk loksins útskýringar. Það var til örugg von um betri framtíð. Og það sem betra var, ég kynntist náið himneskum föður mínum, skapara og Drottni alheimsins.“

Gary segir: „Lífið fékk nú raunverulegan tilgang. Þegar ég byrjaði að rannsaka Biblíuna gat ég ekki hætt. Ég las biblíuspádóma, skoðaði sannanir fyrir því að þeir væru að rætast og sannfærðist um að Guð myndi bráðlega grípa í taumana. Ég hugsaði: ,Fólk ætti að vera að undirbúa sig undir það líf sem Guð ætlar okkur en ekki undir hörmungar.‘“ Gary og Karen öðluðust nú jákvæðari sýn á framtíðina. Í stað þess að hafa áhyggjur af endalokum heimsins sannfærðust þau um að Guð ætli að binda enda á alla erfiðleika sem mannkynið á við að etja og gera jörðina að paradís á nýjan leik.

En hvernig ætli Gary og Karen gangi núna, 25 árum seinna? Karen segir: „Ég rækta trú mína og kærleika til Jehóva Guðs og reyni að hjálpa öðrum að gera hið sama. Við Gary styðjum hvort annað í að halda fjölskyldunni sterkri og sameinaðri í tilbeiðslunni á Guði. Við reynum að vera skipulögð og kappkostum að lifa einföldu lífi þannig að við getum einbeitt okkur að því að hjálpa öðrum.“

Gary bætir við: „Ég bið þess reglulega að Guðsríki komi og veiti milljónum manna frelsun. Í hvert sinn sem ég segi frá fagnaðarerindinu um ríkið bið ég til Guðs að mér takist að veita að minnsta kosti einni manneskju einhverja von með hjálp Biblíunnar. Í rúm 25 ár hefur Jehóva í kærleika sínum bænheyrt mig. Við Karen trúum því að Jehóva muni í náinni framtíð koma á miklum breytingum á jörðinni, en við óttumst ekki lengur endinn.“ — Matteus 6:9, 10; 2. Pétursbréf 3:11, 12.

[Mynd á bls. 9]

Gary og Karen njóta þess nú að hjálpa öðrum að öðlast þá von sem Biblían veitir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila