Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • brwp101001 bls. 6-7
  • 3 Hvernig ættum við að biðja?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 3 Hvernig ættum við að biðja?
  • Varðturninn: Sjö spurningum um bænina svarað
  • Svipað efni
  • Bænin hjálpar þér að nálgast Guð
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Styrktu tengslin við Guð með bæninni
    Hvað kennir Biblían?
  • Hvernig bænin getur hjálpað okkur
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Hvernig nálgast má Guð í bæn
    Hvers krefst Guð af okkur?
Sjá meira
Varðturninn: Sjö spurningum um bænina svarað
brwp101001 bls. 6-7

3 Hvernig ættum við að biðja?

ÞEGAR bæn er annars vegar snúast margir trúarlegir siðir um hið ytra eins og stellingu, orðaval og helgisiði. Í Biblíunni er okkur hins vegar kennt að einblína ekki á slíkt heldur það sem er mikilvægara – hvernig við ættum að biðja.

Í Biblíunni kemur fram að trúfastir þjónar Jehóva voru við mismunandi aðstæður og í mismunandi stellingum þegar þeir báðu til hans. Þeir fóru með bæn í hljóði eða upphátt eftir aðstæðum. Þeir báðu til Guðs á meðan þeir horfðu til himins eða lutu höfði. Þeir báðu frá hjartanu með eigin orðum frekar en að nota líkneski, talnabönd eða bænabækur. Hvers vegna hlustaði Guð á bænir þeirra?

Eins og fjallað er um í greininni á undan beindu þeir bænum sínum aðeins til eins Guðs – Jehóva. Og það er annað sem er mjög mikilvægt. Við lesum í 1. Jóhannesarbréfi 5:14: „Við berum það traust til Guðs að hann heyri okkur, hvað sem við biðjum um samkvæmt vilja hans.“ Bænir okkar þurfa að vera í samræmi við vilja Guðs. Hvað merkir það?

Til að biðja í samræmi við vilja Guðs verðum við að vita hver vilji hans er. Það er því mikilvægt að rannsaka Biblíuna. Þýðir þetta að við þurfum að vera biblíufræðingar til þess að Guð hlusti á okkur? Nei, en Guð væntir þess að við lærum um vilja hans og reynum að skilja hann og breyta eftir honum. (Matteus 7:21–23) Bænir okkar þurfa að vera í samræmi við það sem við lærum.

Árangursríkar bænir eru í samræmi við vilja Guðs, bornar fram í trú og í nafni Jesú.

Annar mikilvægur þáttur í sambandi við bænina er trú. Hún styrkist eftir því sem við lærum meira um Jehóva og vilja hans. Jesús sagði: „Þið fáið allt sem þið biðjið um í bænum ykkar ef þið hafið trú.“ (Matteus 21:22) Trú er ekki það sama og trúgirni. Hún felur í sér að trúa á eitthvað sem er rökstutt með mjög sterkum rökum þótt það sé ósýnilegt. (Hebreabréfið 11:1) Biblían er full af sönnunum um að Jehóva, sem við getum ekki séð, er raunverulegur, áreiðanlegur og fús til að svara bænum þeirra sem trúa á hann. Við getum alltaf beðið um meiri trú og Jehóva hefur yndi af því að gefa okkur það sem við þörfnumst. – Lúkas 17:5; Jakobsbréfið 1:17.

Skoðum enn einn mikilvægan þátt varðandi það hvernig við eigum að biðja. Jesús sagði: „Enginn kemst til föðurins án mín.“ (Jóhannes 14:6) Það er því með hjálp Jesú að við getum nálgast föður okkar, Jehóva. Þess vegna sagði Jesús fylgjendum sínum að biðja í sínu nafni. (Jóhannes 14:13; 15:16) Það þýðir ekki að við ættum að biðja til Jesú, heldur að við ættum að biðja í nafni Jesú. Og gleymum því ekki að Jesús er ástæðan fyrir því að við getum nálgast okkar fullkomna, heilaga föður.

Nánustu fylgjendur Jesú báðu hann einu sinni: „Drottinn, kenndu okkur að biðja.“ (Lúkas 11:1) Þeir voru greinilega ekki að spyrja um þau grundvallaratriði sem hefur verið rætt um í þessari grein. Spurningin snerist um innihald. Þeir sögðu í raun: „Hvert ætti að vera inntak bæna okkar?“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila