Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w11 1.1. bls. 4
  • Láttu þér annt um fólk ekki peninga og eignir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Láttu þér annt um fólk ekki peninga og eignir
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Svipað efni
  • Eru peningar rót alls ills?
    Biblíuspurningar og svör
  • Nægjusemi og örlæti
    Vaknið! – 2018
  • Sönn velmegun í nýjum heimi Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Hvern þurfum við að elska til að hljóta sanna hamingju?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
w11 1.1. bls. 4

1. Ráð

Láttu þér annt um fólk ekki peninga og eignir

HVAÐ KENNIR BIBLÍAN? „Fégirndin er rót alls ills.“ — 1. Tímóteusarbréf 6:10.

HVERS VEGNA ER ÞAÐ EKKI AUÐVELT? Auglýsendur reyna að gera okkur óánægð með það sem við höfum. Þeir vilja að við þrælum okkur út til að hafa efni á nýrri, betri og stærri hlutum. Peningar eru lokkandi og við getum auðveldlega farið að girnast þá. En Biblían varar við því að sá sem elski auðinn verði aldrei ánægður. Salómon konungur skrifaði: „Sá sem elskar peninga seðst aldrei af peningum og sá sem elskar auðinn hefur ekki gagn af honum.“ — Prédikarinn 5:9.

HVAÐ GETURÐU GERT? Líktu eftir Jesú og lærðu að láta þér þykja vænna um fólk en hluti. Hann var tilbúinn að gefa allt sem hann átti —  jafnvel lífið — vegna þess að honum var annt um fólk. (Jóhannes 15:13) „Sælla er að gefa en þiggja,“ sagði Jesús. (Postulasagan 20:35) Ef við erum örlát á tíma okkar og eigur munu aðrir bregðast við á svipaðan hátt. „Gefið,“ sagði Jesús, „og yður mun gefið verða“. (Lúkas 6:38) Þeir sem sækjast eftir peningum og eignum valda sjálfum sér þjáningum og erfiðleikum. (1. Tímóteusarbréf 6:9, 10) Raunveruleg ánægja sprettur hins vegar af því að elska og vera elskaður.

Hvernig væri að skoða hvort þú getir einfaldað lífið? Geturðu fækkað þeim eignum sem þú átt eða stytt listann yfir það sem þig langar að eignast? Ef þú gerir það gætirðu fengið tíma og krafta til að sinna mikilvægari málum eins og að hjálpa fólki og þjóna Guði sem hefur gefið þér allt sem þú átt. — Matteus 6:24; Postulasagan 17:28.

[Mynd á bls. 4]

„Gefið og yður mun gefið verða.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila