Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w12 1.7. bls. 30-31
  • Móse fær sérstakt verkefni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Móse fær sérstakt verkefni
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Svipað efni
  • Eyðing Sódómu og Gómorru
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Jesús læknar fólk með kraftaverki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Pétur afneitar Jesú
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Hafður fyrir rangri sök
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
w12 1.7. bls. 30-31

Fyrir unga lesendur

Móse fær sérstakt verkefni

Leiðbeiningar: Finndu þér hljóðlátan stað áður en þú leysir þetta verkefni. Þegar þú lest ritningarstaðina skaltu ímynda þér að þú sért á staðnum. Sjáðu atburðina fyrir þér. Hlustaðu á raddirnar. Hugleiddu hvernig sögupersónunum var innanbrjósts. Leyfðu frásögunni að lifna við.

Aðalpersónur: Jehóva Guð og Móse.

Samantekt: Jehóva segir Móse að leiða Ísraelsmenn út úr Egyptalandi.

1 SKOÐAÐU SÖGUSVIÐIÐ. – LESTU 2. MÓSEBÓK 3:1-14; 4:1-17.

Lýstu hvernig þú heldur að logandi runninn hafi litið út.

․․․․․

Hver heldurðu að viðbrögð Móse séu – bæði svipbrigði hans og raddblær – þegar hann heyrir orð Jehóva sem finna má í 2. Mósebók 3:4?

․․․․․

Hvaða tilfinningar skynjar þú í rödd Móse þegar hann rökræðir við Jehóva eins og ritað er í 2. Mósebók 3:11, 13 og 4:1, 10?

․․․․․

2 KAFAÐU DÝPRA.

Notastu við þau hjálpargögn sem þú hefur við höndina til þess að skilja betur orðasambandið: „Ég er sá sem ég er.“ (2. Mósebók 3:14) Af hverju svaraði Jehóva Móse á þennan hátt þegar Móse spurði um nafn hans?a

․․․․․

Af hverju heldurðu að Móse hafi verið tregur til að koma fram fyrir faraó? (Vísbending: Lestu 4. Mósebók 12:3.)

․․․․․

Af hverju ætli Móse hafi verið hikandi að hitta samlanda sína, Ísraelsmenn?

․․․․․

3 NOTAÐU ÞAÐ SEM ÞÚ LÆRÐIR. SKRIFAÐU HJÁ ÞÉR HVAÐ ÞÚ HEFUR LÆRT UM . . .

Þá tilhneigingu manna til að hafa lítið sjálfstraust.

․․․․․

Traust Jehóva til þín og getu þinnar.

․․․․․

ANNAÐ SEM ÞÚ GÆTIR VELT FYRIR ÞÉR.

Á hvaða sviðum lífsins skortir þig sjálfstraust?

․․․․․

Á hvaða hátt gæti Jehóva Guð nýtt krafta þína og þjónustu þrátt fyrir takmarkanir þínar?

․․․․․

4 HVAÐ Í ÞESSARI FRÁSÖGU HAFÐI MEST ÁHRIF Á ÞIG OG HVERS VEGNA?

․․․․․

Hægt er að finna meira biblíutengt efni á www.jw.org.

Ef þú vilt hlaða niður og/eða prenta út þessa grein geturðu nálgast hana á www.jw.org.

[Neðanmáls]

a Vottar Jehóva gefa út fjölda bóka og bæklinga sem geta hjálpað þér að kafa dýpra þegar þú rannsakar Biblíuna. Hafðu samband við Votta Jehóva í þínu bæjarfélagi eða skrifaðu til útgefenda þessa blaðs til að fá frekari upplýsingar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila