Þau fundu það sem er betra
MILLJÓNIR þjóna Guðs halda ekki jól. Hvað finnst þeim um þá ákvörðun? Finnst þeim þeir vera að missa af einhverju? Finnst börnum þeirra þau fara á mis við eitthvað? Skoðaðu hvað vottar Jehóva frá mismunandi heimshornum segja um þetta.
Eve
Að minnast Jesú Krists: „Áður en ég varð vottur Jehóva fór ég sjaldan í kirkju. Ef til þess kom var það bara um jól eða páska. En jafnvel þá hugsaði ég ekki um Jesú Krist. Ég held ekki lengur jól en ég sæki kristnar samkomur tvisvar í viku og kenni öðrum það sem Biblían segir um Jesú.“– EVE, ÁSTRALÍU.
Reuben
Gleðin sem fylgir því að gefa: „Ég verð spennt þegar ég fæ gjöf sem ég á ekki von á. Mér finnst frábært þegar einhver kemur mér á óvart! Mér finnst líka gaman að búa til kort og mála myndir handa öðrum af því að það gleður þá aðeins og mig líka.“– REUBEN, NORÐUR-ÍRLANDI.
Emily
Að hjálpa þeim sem hafa þörf á hjálp: „Okkur finnst gaman að útbúa mat handa þeim sem eru veikir. Stundum færum við þeim blóm, köku eða litla gjöf til að uppörva þá. Við njótum þess að geta heimsótt þá hvenær sem er ársins.“– EMILY, ÁSTRALÍU.
Wendy
Að vera með fjölskyldunni: „Þegar fjölskyldan kemur saman kynnast börnin okkar frændum, frænkum, ömmum og öfum í afslöppuðu andrúmslofti. Við erum laus við ákveðinn þrýsting þar sem við þurfum ekki að gera það á fyrir fram ákveðnum hátíðisdögum. Og ættingjarnir vita að við heimsækjum þá vegna þess að við elskum þá.“– WENDY, CAYMAN-EYJUM.
Sandra
Friður: „Á jólum virðist vera svo mikið að gera hjá fólki að fáir hugsa um frið. Ég hef komist að því hverju Biblían lofar fólki. Ég finn fyrir létti. Ég veit að börnin mín geta notið framtíðarinnar.“– SANDRA, SPÁNI.