Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w13 1.11. bls. 3
  • Hvers vegna ættir þú að sýna Biblíunni áhuga?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers vegna ættir þú að sýna Biblíunni áhuga?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Svipað efni
  • Af hverju ættirðu að kynna þér Biblíuna?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Er Biblían í raun og veru frá Guði?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Einstök uppspretta æðri visku
    Hver er tilgangur lífsins?
  • Biblían hefur að geyma boðskap Guðs til okkar
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
w13 1.11. bls. 3

FORSÍÐUEFNI | UM HVAÐ FJALLAR BIBLÍAN?

Hvers vegna ættir þú að sýna Biblíunni áhuga?

Biblían er langvinsælasta bók í heimi. Af hverju? Fyrir það fyrsta á fólk auðvelt með að setja sig inn í efni hennar. Í Biblíunni er sagt frá lífsreynslu fólks, samskiptum þess í milli og samskiptum þess við Guð. Þessar frásögur kenna okkur gagnleg sannindi með skýru og einföldu orðalagi sem hægt er að þýða á mörg hundruð tungumál. Fólk getur því skilið boðskapinn hvar sem er í heiminum og hann fellur aldrei úr gildi. Meginreglur Biblíunnar er okkur alltaf til góðs.

En það sem meira máli skiptir er að Biblían segir að hún sé ekki aðeins bók um Guð heldur einnig bók frá Guði. Hún opinberar nafn Guðs, eiginleika hans og óhagganlegan tilgang hans með sköpun jarðarinnar og mannsins. Biblían segir einnig frá aldalangri baráttu góðs og ills, áhrifamiklum alheimsátökum sem eiga sér farsælan endi. Ef þú lest Biblíuna með opnum huga geturðu styrkt trú þína og von.

Í Biblíunni fáum við upplýsingar sem hvergi annars staðar er hægt að fá. Þar finnum við til að mynda sannleikann um eftirfarandi málefni:

  • Hvernig við urðum til og af hverjum við þjáumst.

  • Leið Guðs til að endurleysa mannkynið.

  • Það sem Jesús hefur gert fyrir okkur.

  • Framtíðarhorfur jarðarinnar og mannkynsins.

Við hvetjum þig til að skoða eftirfarandi greinar og kynna þér nánar um hvað Biblían fjallar.

FRÓÐLEIKSMOLAR UM BIBLÍUNA

  • Boðskapur: Hvernig himneskt ríki Guðs mun koma á réttlæti og friði á jörðinni.

  • Innihald: 39 bækur á hebresku (fáeinar þeirra á arameísku) og 27 á grísku.

  • Skrifuð: Af 40 riturum á meira en 1600 árum frá 1513 f.Kr. til 98 e.Kr.

  • Tungumál: Hefur verið þýdd að hluta eða í heild á yfir 2.500 tungumál.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila