Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • brwp131101 bls. 5
  • Lygi 2: Guð er ráðgáta

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Lygi 2: Guð er ráðgáta
  • Varðturninn: Lygar sem gera það erfitt að elska Guð
  • Svipað efni
  • Hvernig er þrenningarkenningin skýrð?
    Ættum við að trúa á þrenninguna?
  • Jesús Kristur elskaður sonur Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Ættum við að trúa á hana?
    Ættum við að trúa á þrenninguna?
  • Stendur hún skýrum stöfum í Biblíunni?
    Ættum við að trúa á þrenninguna?
Sjá meira
Varðturninn: Lygar sem gera það erfitt að elska Guð
brwp131101 bls. 5
[Mynd]

FORSÍÐUEFNI | LYGAR SEM GERA ÞAÐ ERFITT AÐ ELSKA GUÐ

Lygi 2: Guð er ráðgáta

ÞAÐ SEM MARGIR TRÚA

Kristin trúarbrögð „í þremur helstu birtingarmyndum þeirra, rómversk-kaþólskri trú, rétttrúnaðarkirkjunni í austri og mótmælendatrú, játa trú á einn Guð í þremur persónum: Guði föðurnum, Guði syninum og Guði heilögum anda. Samkvæmt kristinni guðfræði felur þetta ekki í sér að játa þrjá guði heldur að þessar þrjár persónur séu ein persóna.“ – The New Encyclopædia Britannica.

SANNLEIKUR BIBLÍUNNAR

Jesús sonur Guðs hélt því aldrei fram að hann væri jafn föður sínum eða samur föðurnum. Hann sagði aftur á móti: „Ég fer til föðurins því að faðirinn er mér æðri.“ (Jóh. 14:28) Hann sagði líka við fylgjendur sína: „Ég stíg upp til föður míns og föður ykkar, til Guðs míns og Guðs ykkar.“ – Jóh. 20:17.

Heilagur andi er ekki persóna. Frumkristnir menn ,fylltust heilögum anda‘ og Jehóva sagði: ,Ég mun úthella nokkru af anda mínum yfir alls konar fólk.‘ (Post. 2:1–4, 17) Heilagur andi er ekki hluti af þrenningu. Hann er starfskraftur Guðs.

HVERS VEGNA ÞAÐ SKIPTIR MÁLI

Kaþólsku fræðimennirnir Karl Rahner og Herbert Vorgrimler segja að þrenningarkenningin „væri ekki þekkt án opinberunar og það er ekki hægt að skilja hana til fulls jafnvel eftir opinberunina“. Er hægt að elska einhvern sem hvorki er hægt að þekkja né skilja? Þrenningarkenningin hindrar fólk í að kynnast Guði og elska hann.

Marco, sem áður er vitnað í, leit á þrenningarkenninguna sem hindrun. Hann segir: „Ég hélt að Guð væri að halda leyndu hver hann væri. Fyrir vikið virtist erfitt að nálgast hann, hann virtist fjarlægur og dularfullur.“ En „Guð er ekki Guð ruglings“. (1. Kor. 14:33, American Standard Version) Hann hefur ekki haldið leyndu hver hann er. Hann vill að við kynnumst sér. Jesús sagði: „Við tilbiðjum það sem við þekkjum.“ – Jóh. 4:22.

„Þegar ég fékk að vita að Guð væri ekki hluti af þrenningu,“ segir Marco, „gat ég loksins myndað persónulegt samband við hann.“ Þegar við lítum á Jehóva sem raunverulega persónu en ekki einhvern sem ekki er hægt að kynnast eða skilja verður miklu auðveldara að elska hann. Biblían segir: „Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.“ – 1. Jóh. 4:8.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila