FORSÍÐUEFNI | ER SATAN TIL?
Er Satan raunveruleg persóna?
Þessi höggmynd, sem er að finna í Madríd á Spáni, lýsir Satan sem spilltum og föllnum engli.
„Ég ólst upp í El Salvador. Þegar ég var óþekkur sagði mamma oft við mig: ,Nú kemur djöfullinn og tekur þig!‘ Þá svaraði ég: ,Hann má alveg koma!‘ Ég trúði á Guð en ég trúði ekki að Satan væri til.“ – ROGELIO.
Ert þú á sömu skoðun og Rogelio var? Hvaða skoðun þykir þér skynsamlegust af þessum þrem?
Satan er ekki til, hann er aðeins táknmynd hins illa.
Satan er raunveruleg persóna en skiptir sér lítið af mönnunum.
Satan er voldug andavera sem hefur gríðarleg áhrif á mannkynið.
Allar þessar skoðanir eru mjög útbreiddar. En skiptir einhverju máli hver þeirra er rétt? Lítum nánar á málið. Ef Satan er ekki til eru þeir sem halda að hann sé til á villigötum. Ef Satan er til en skiptir sér ekkert af mönnunum eru margir á varðbergi eða jafnvel óttaslegnir að ástæðulausu. Ef Satan blekkir hins vegar mennina í þeim tilgangi að ná þeim á sitt vald er hann hættulegri en flestir halda.
Við skulum kanna hvernig eftirfarandi spurningum er svarað í Biblíunni: Hvað eða hver er Satan? Er hann táknmynd hins illa eða er hann andavera? Ef hann er til í raun og veru stafar þér þá hætta af honum? Og ef svo er hvernig geturðu þá varið þig?