Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w15 1.5. bls. 4-7
  • Biblíunámskeið fyrir alla

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Biblíunámskeið fyrir alla
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • SVÖR VIÐ ALGENGUM SPURNINGUM UM BIBLÍUNÁMSKEIÐIÐ
  • Hvernig er biblíunámskeiðið sem Vottar Jehóva bjóða upp á?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
  • Hvar finnum við svör við stóru spurningunum?
    Hvar finnum við svör við stóru spurningunum?
  • Ertu ánægður með það sem þú hefur lært?
    Von um bjarta framtíð – inngangur að biblíunámskeiði
  • Langar þig að vita meira um Biblíuna
    Langar þig að vita meira um Biblíuna
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
w15 1.5. bls. 4-7
Biblíunámskeið

FORSÍÐUEFNI | LANGAR ÞIG TIL AÐ KYNNA ÞÉR BIBLÍUNA?

Biblíunámskeið fyrir alla

Vottar Jehóva eru þekktir fyrir að boða fólki trúna. En vissirðu að við höldum líka biblíunámskeið út um allan heim?

Biblíunámskeið haldið með manni á vinnustað hans.

Árið 2014 héldu rúmlega 8.000.000 votta Jehóva biblíunámskeið í hverjum mánuði með tæplega 9.500.000 manns í 240 löndum.a Þeir sem sækja biblíunámskeið hjá okkur eru því fleiri en íbúar 140 einstakra landa!

Til að sinna þessu fræðslustarfi gefa Vottar Jehóva út tæplega einn og hálfan milljarð biblía, bóka, tímarita og annarra biblíunámsgagna á hverju ári – á um það bil 700 tungumálum! Þessi útgáfustarfsemi, sem á sér enga hliðstæðu í heiminum, gerir fólki kleift að kynna sér Biblíuna á því tungumáli sem það skilur best.

„Mér fannst ekkert sérlega gaman að læra þegar ég var í skóla en þetta námskeið var skemmtilegt. Og það sem ég lærði var mjög hughreystandi.“ – Katlego, Suður-Afríku.

„Á námskeiðinu fékk ég svör við öllum spurningum mínum og mörgum fleiri.“ – Bertha, Mexíkó.

„Biblíunámskeiðið var haldið heima hjá mér á tíma sem var hentugur fyrir mig. Það hefði ekki getað verið þægilegra!“ – Eziquiel, Brasilíu.

„Námsstundirnar stóðu oftast yfir í 15 til 30 mínútur en stundum lengur. Þetta var sniðið að mínum þörfum.“ – Viniana, Ástralíu.

„Námskeiðið var ókeypis og það fannst mér alveg frábært!“ – Aimé, Benín.

„Sú sem leiðbeindi mér á námskeiðinu var mjög þolinmóð og umhyggjusöm. Við urðum nánar vinkonur.“ – Karen, Norður-Írlandi.

„Margir kynna sér Biblíuna án þess að gerast vottar Jehóva.“ – Denton, Englandi.

SVÖR VIÐ ALGENGUM SPURNINGUM UM BIBLÍUNÁMSKEIÐIÐ

Hvernig fer námskeiðið fram?

Við tökum fyrir mismunandi viðfangsefni og könnum biblíuvers sem tengjast því. Biblían svarar til dæmis spurningum eins og þessum: Hver er Guð? Hvernig er hann? Heitir hann eitthvað? Hvar er hann? Er hægt að eiga náið samband við hann? Til að fá svörin þarf maður að vita hvar í Biblíunni þau er að finna.

Til að auðvelda fólki að finna svörin notum við yfirleitt bókina Hvað kennir Biblían?b Þessi 224 blaðsíðna bók var sérstaklega samin til að auðvelda fólki að öðlast skilning á grundvallarkenningum Biblíunnar. Í bókinni eru kaflar sem fjalla meðal annars um Guð, Jesú Krist, bænir, upprisu frá dauðum, af hverju mennirnir þjást og margt fleira.

Hvar og hvenær fer námskeiðið fram?

Námskeiðið er haldið á stað og tíma sem hentar þér.

Hve langar eru námsstundirnar?

Flestir velja að nota um það bil klukkutíma í biblíunámsstundina í hverri viku. En það getur verið breytilegt. Hægt er að aðlaga námstímann að þinni dagskrá. Hjá sumum er námsstundin aðeins 10 eða 15 mínútna löng í hverri viku.

Hvað kostar námskeiðið?

Námskeiðið og námsgögnin eru ókeypis. Það er í samræmi við leiðbeiningarnar sem Jesús gaf lærisveinum sínum: „Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.“ – Matteus 10:8.

Hve lengi stendur námskeiðið yfir?

Það er undir þér komið hve lengi námskeiðið stendur yfir. Í bókinni Hvað kennir Biblían? eru 19 kaflar. Þú getur farið yfir alla kaflana í bókinni, eða farið yfir valda kafla, og gert það á þeim hraða sem þér hentar.

Verð ég að gerast vottur Jehóva?

Nei. Við gerum okkur fulla grein fyrir að hver og einn hefur rétt til að ákveða sjálfur hverju hann kýs að trúa. Þeir sem hins vegar afla sér grunnþekkingar á Biblíunni geta tekið upplýsta ákvörðun.

Hvar get ég fengið meiri upplýsingar?

Á vefsíðunni jw.org/is er að finna áreiðanlegar upplýsingar um trúarskoðanir og starfsemi Votta Jehóva.

Hvernig get ég óskað eftir biblíunámskeiði?

  • Fólk sem óskar eftir biblíunámskeiði eftir mismunandi leiðum: á Netinu, skriflega eða með því að fletta upp á „Vottar Jehóva“ í símaskránni.

    Fylltu út beiðni um biblíunámskeið á vefsíðunni www.jw.org/is.

  • Skrifaðu beiðni og sendu á póstfangið á bls. 2 í þessu blaði.

  • Hafðu samband við söfnuð Votta Jehóva á þínu landsvæði með því að fletta upp á „Vottar Jehóva“ í símaskránni.

a Á hverju biblíunámskeiði er yfirleitt einn nemandi eða fámennur hópur.

b Bókin er gefin út af Vottum Jehóva. Rúmlega 230 milljónir eintaka hafa verið prentaðar á meira en 260 tungumálum.

GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUM

Eziquiel

„Eftir að konan mín byrjaði að kynna sér Biblíuna tók ég eftir breytingum í fari hennar. Fjölskyldulífið batnaði til muna. Mig langaði til að vita hvað hún væri að læra og þess vegna byrjaði ég líka að kynna mér Biblíuna. Það sem ég lærði gerði mig að betri manni. Biblíunámið hafði góð áhrif á alla í fjölskyldunni og við tengdumst nánari böndum.“ – Eziquiel.

Karen

„Eftir að ég byrjaði að kynna mér Biblíuna hætti ég að neyta fíkniefna og misnota áfengi og ég lærði að hafa stjórn á skapi mínu. Ég hugsa betur um heimilið og það er hreinna og snyrtilegra en áður. Ég kann líka betur að meta fjölskylduna mína. Það veitir mér ánægju að gera eitthvað til að gleðja þau. Ég hef aldrei verið svona hamingjusöm.“ – Karen.

Viniana

„Sumir voru á móti því að ég kynnti mér Biblíuna. En maðurinn minn studdi mig og sagði: ,Mér er sama hvað fólk segir. Þú hefur breyst til hins betra og það er það sem skiptir mig máli. Haltu áfram því sem þú ert að gera.‘ Fjölskyldulífið hefur aldrei verið jafn gott og nú!“ – Viniana.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila