Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w15 1.7. bls. 6-7
  • Vísindunum eru takmörk sett

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vísindunum eru takmörk sett
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Svipað efni
  • Áhrif vísindanna á líf þitt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Hver er uppruni alheimsins og lífsins?
    Vaknið! – 2002
  • Að sætta trú og vísindi
    Vaknið! – 2002
  • Hvernig líta Vottar Jehóva á vísindi?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
w15 1.7. bls. 6-7
Vísindamaður á rannsóknarstofu.

FORSÍÐUEFNI | HAFA VÍSINDIN KOMIÐ Í STAÐ BIBLÍUNNAR?

Vísindunum eru takmörk sett

Nýju trúleysingjarnir, sem svo eru kallaðir, hafa á síðustu árum skrifað allmargar bækur um skoðanir sínar. Þessi rit hafa vakið talsverða athygli og kveikt miklar umræður og deilur. Taugasérfræðingurinn David Eagleman skrifaði af þeim sökum: „Sumir lesendur ganga út frá því ... að vísindamenn hafi fundið svörin við öllu því sem við þurfum að vita.“ Síðan bætti hann við: „En góðir vísindamenn hafa ávallt opinn huga og saga vísindanna sýnir að það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart.“

Stjörnufræðingur horfir í stjörnusjónauka.

Í gegnum aldirnar hafa færir vísindamenn vissulega gert undraverðar uppgötvanir í leit sinni að svörum við flóknum spurningum um efnisheiminn. Sumir þeirra hafa hins vegar einnig gert alvarleg glappaskot í þeirri leit. Isaac Newton er talinn einn merkasti vísindamaður allra tíma. Hann uppgötvaði hvernig þyngdaraflið bindur saman plánetur, stjörnur og vetrarbrautir í einn alheim. Hann fann upp örsmæðareikning – stærðfræði sem er notuð í tölvusmíði, geimferðum og kjarneðlisfræði. Newton lagði hins vegar einnig stund á gullgerðarlist, en það eru gervivísindi þar sem notast er við stjörnuspeki og töfraformúlur í tilraun til að breyta blýi og öðrum málmum í gull.

Rúmum 1.500 árum áður en Newton kom fram á sjónarsviðið kannaði stjörnufræðingurinn Ptólemeos himingeiminn með berum augum. Hann rakti ferðir himintunglanna um næturhimininn og var mjög fær kortagerðamaður. En hann hélt því fram að jörðin væri miðpunktur alheimsins. Stjarneðlisfræðingurinn Carl Sagan skrifaði um Ptólemeos: „Jarðmiðjukenning hans hélt velli í 1.500 ár og er góð áminning um að gáfur eru engin trygging fyrir því að maður hafi ekki kolrangt fyrir sér.“

Vísindamaður les í Biblíunni.

Nú á tímum standa vísindamenn frammi fyrir svipuðum áskorunum í rannsóknum sínum. Munu þeir einhvern tíma komast að öllu um alheiminn? Það er auðvitað við hæfi að viðurkenna þær framfarir sem hafa orðið í vísindum og gagnið sem við höfum haft af þeim en það er líka mikilvægt að hafa í huga að vísindunum eru takmörk sett. Eðlisfræðingurinn Paul Davies komst þannig að orði: „Leitin að lokuðu rökfræðikerfi, sem gefur okkur fullkomna og mótsagnalausa skýringu á öllu, er dæmd til að mistakast.“ Þessi orð undirstrika óyggjandi sannleika: Mennirnir geta ekki skilið efnisheiminn að fullu. Það er því skynsamlegt að taka með fyrirvara öllum staðhæfingum um að vísindin geti fært okkur svörin við öllu.

Biblían uppfyllir augljóslega þarfir okkar á sviðum sem vísindin geta ekki.

Biblían segir um undur alheimsins: „Sjá, þetta eru aðeins ystu takmörk vega [Guðs], og hversu lágt hvísl er það, sem vér heyrum!“ (Jobsbók 26:14, Biblían 1981) Til er gríðarleg uppspretta þekkingar sem liggur fyrir utan mannlegan skilning og skynjun. Það sem Páll postuli skrifaði fyrir næstum 2.000 árum eru enn orð að sönnu: „Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs! Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans!“ – Rómverjabréfið 11:33.

Leiðbeiningar sem vísindin geta ekki veitt

Vísindin veita okkur þekkingu á efnisheiminum en Biblían hefur að geyma meginreglur og leiðbeiningar sem hjálpa okkur að eiga friðsamleg samskipti við aðra og hamingjuríkt líf. Hugleiddu eftirfarandi dæmi.

  • Hönd sem bannmerki

    Vörn gegn glæpum

    Berðu virðingu fyrir lífinu

    „Þú skalt ekki morð fremja.“ – 2. Mósebók 20:13.

    „Hver sem hatar bróður sinn eða systur er manndrápari.“ – 1. Jóhannesarbréf 3:15.

    Stuðlaðu að friði

    „Forðastu illt og gerðu gott, leitaðu friðar og leggðu stund á hann.“ – Sálmur 34:15.

    „Friðflytjendur uppskera réttlæti og frið.“ – Jakobsbréfið 3:18.

    Forðastu ofbeldi

    „Drottinn reynir réttlátan og ranglátan, hann hatar þann sem elskar ofríki [„ofbeldi“, Biblían 1859].“ – Sálmur 11:5.

    „Öfundaðu ekki ofbeldismanninn og sækstu ekki eftir neinum verkum hans. Því að andstyggð er sá Drottni sem afvega fer.“ – Orðskviðirnir 3:31, 32.

  • Fjölskylda

    Hamingjuríkt fjölskyldulíf

    Hlýddu foreldrum þínum

    „Börn, hlýðið foreldrum ykkar vegna Drottins því að það er rétt. ,Heiðra föður þinn og móður‘ – það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti: ,til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni‘.“ – Efesusbréfið 6:1-3.

    Leiðbeindu börnunum á réttan hátt

    „Reitið ekki börn ykkar til reiði heldur alið þau upp með aga og fræðslu um Drottin.“ – Efesusbréfið 6:4.

    „Verið ekki höstugir við börn ykkar, það gerir þau ístöðulaus.“ – Kólossubréfið 3:21.

    Elskaðu og virtu maka þinn

    „Hver og einn skal elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig en konan beri lotningu fyrir manni sínum.“ – Efesusbréfið 5:33.

  • Tré

    Verndun náttúrunnar

    Biblían sagði um þá sem menguðu umhverfi sitt á einhvern hátt í Ísrael til forna: „Jörðin vanhelgast undir fótum íbúa sinna ... íbúar hennar verða sekir.“ (Jesaja 24:5, 6) Guð mun láta þá sem spilla umhverfinu taka afleiðingum gerða sinna. Hann mun „eyða þeim sem jörðina eyða“. (Opinberunarbókin 11:18) Þeir munu ekki komast upp með verk sín.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila