Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp16 Nr. 4 bls. 14-15
  • Mikilvægasti samanburður sem hugsast getur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Mikilvægasti samanburður sem hugsast getur
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • AÐ BERA TRÚARSKOÐANIR SÍNAR SAMAN VIÐ BIBLÍUNA
  • Hvað er Guðsríki?
    Hvað kennir Biblían?
  • Hverjir fara til himna og hvers vegna?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Hverju trúa vottar Jehóva?
    Hverju trúa vottar Jehóva?
  • Hver er Jesús Kristur?
    Hvað kennir Biblían?
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
wp16 Nr. 4 bls. 14-15

Mikilvægasti samanburður sem hugsast getur

ERTU kristinn? Ef þú svarar játandi ertu í hópi meira en tveggja milljarða manna sem telja sig fylgja Kristi. Það er næstum 1 af hverjum 3 jarðarbúum. En trúflokkar, sem kalla sig kristna, teljast í þúsundum og aðhyllast mjög ólíkar skoðanir og kenningar. Því má vel vera að trúarskoðanir þínar séu töluvert ólíkar trúarskoðunum margra annarra sem kalla sig kristna. En skiptir einhverju máli hverju maður trúir? Já, ef maður vill iðka kristna trú eins og henni er lýst í Biblíunni.

Fylgjendur Jesú Krists voru snemma kallaðir „kristnir“. (Postulasagan 11:26) Það þurfti ekki að nefna þá neinu öðru nafni því að það var bara til ein kristin trú. Kristnir menn voru sameinaðir. Þeir fylgdu kenningum og fyrirmælum Jesú Krists, stofnanda kristninnar. Hvað um trúfélagið sem þú tilheyrir? Telurðu að það kenni það sama og Kristur kenndi og fylgjendur hans á fyrstu öld trúðu á? Hvernig geturðu gengið úr skugga um það? Til þess er aðeins ein leið – að nota Biblíuna sem mælistiku.

Jesús Kristur bar djúpa virðingu fyrir Biblíunni. Hann leit á hana sem orð Guðs. Hann hafði litla samúð með þeim sem útþynntu efni hennar og lögðu meira upp úr erfikenningum manna. (Markús 7:9-13) Það er því óhætt að álykta sem svo að sannir fylgjendur Jesú eigi að byggja trú sína á Biblíunni. Það er full ástæða fyrir alla kristna menn að íhuga hvort kenningar kirkjufélagsins, sem þeir tilheyra, komi heim og saman við Biblíuna. Besta leiðin til að kanna það er að bera kenningar þess saman við orð Biblíunnar sjálfrar.

Jesús sagði að tilbeiðsla okkar á Guði yrði að byggjast á sannleika – sannleikanum sem er að finna í Biblíunni. (Jóhannes 4:24; 17:17) Og Páll postuli skrifaði að hjálpræði okkar væri undir því komið að hafa ,þekkingu á sannleikanum‘. (1. Tímóteusarbréf 2:4) Það er því mikilvægt að byggja trúarskoðanir sínar á sannleika Biblíunnar. Hjálpræði okkar er í húfi.

AÐ BERA TRÚARSKOÐANIR SÍNAR SAMAN VIÐ BIBLÍUNA

Við hvetjum þig til að lesa spurningarnar sex, sem er að finna á þessari opnu, og sjá hvernig þeim er svarað í Biblíunni. Flettu upp versunum sem vísað er í og hugleiddu svörin við spurningunum. Veltu síðan fyrir þér hvort kenningar kirkjunnar, sem þú tilheyrir, samræmast orðum Biblíunnar.

Með þessu stutta prófi geturðu gert einhvern mikilvægasta samanburð sem hugsast getur. Ertu tilbúinn til að bera fleiri kenningar trúfélags þíns saman við Biblíuna? Vottar Jehóva eru meira en fúsir til að aðstoða þig við að finna hinn skýra og einfalda sannleika Biblíunnar. Þú getur beðið einhvern af vottunum að aðstoða þig endurgjaldslaust við biblíunám. Þú getur líka kynnt þér málið á vefsíðu okkar jw.org/is.

1 SPURNING: Hver er Guð?

SVAR: Jehóva, faðir Jesú, er eilífur Guð og almáttugur skapari allra hluta.

BIBLÍAN SEGIR:

„Ég þakka Guði, föður Drottins vors Jesú Krists, ávallt er ég bið fyrir ykkur.“ – Kólossubréfið 1:3.

„Verður ert þú, Drottinn vor og Guð, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn því að þú hefur skapað alla hluti.“ – Opinberunarbókin 4:11.

Sjá einnig Rómverjabréfið 10:13; 1. Tímóteusarbréf 1:17.

2 SPURNING: Hver er Jesús Kristur?

SVAR: Jesús er frumgetinn sonur Guðs. Jesús var skapaður og á sér því upphaf. Hann er undirgefinn Guði og hlýðir honum.

BIBLÍAN SEGIR:

„Faðirinn er mér meiri.“ – Jóhannes 14:28.

„[Jesús] er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar.“ – Kólossubréfið 1:15.

Sjá einnig Matteus 26:39; 1. Korintubréf 15:28.

3 SPURNING: Hvað er heilagur andi?

SVAR: Heilagur andi er kraftur sem Guð beitir til að hrinda vilja sínum í framkvæmd. Hann er ekki persóna. Fólk getur fyllst heilögum anda og hann getur veitt því kraft.

BIBLÍAN SEGIR:

,Þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu tók barnið viðbragð í lífi hennar og Elísabet fylltist heilögum anda.‘ – Lúkas 1:41.

„Þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður.“ – Postulasagan 1:8.

Sjá einnig 1. Mósebók 1:2; Postulasöguna 2:1-4; 10:38.

4 SPURNING: Hvað er ríki Guðs?

SVAR: Ríki Guðs er himnesk stjórn. Jesús er konungur hennar. Ríki Guðs beitir sér innan skamms til að vilji Guðs nái fram að ganga alls staðar á jörð.

BIBLÍAN SEGIR:

„Sjöundi engillinn básúnaði. Þá heyrðust raddir miklar á himni er sögðu: ,Drottinn og Kristur hans hafa fengið valdið yfir heiminum og hann mun ríkja um aldir alda.‘“ – Opinberunarbókin 11:15.

Sjá einnig Daníel 2:44; Matteus 6:9, 10.

5 SPURNING: Fer allt gott fólk til himna?

SVAR: Nei. Guð útvelur takmarkaðan hóp fólks, sem þjónar honum, til að fara til himna. Þessi hópur er kallaður ,lítil hjörð‘ og ríkir með Jesú yfir mannkyninu.

BIBLÍAN SEGIR:

„Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið.“ – Lúkas 12:32.

„Þeir [verða] prestar Guðs og Krists og ríkja með honum um þúsund ár.“ – Opinberunarbókin 20:6.

Sjá einnig Opinberunarbókina 14:1, 3.

6 SPURNING: Hvað ætlast Guð fyrir með jörðina og mannkynið?

SVAR: Undir stjórn Guðsríkis verður jörðin að paradís og allir sem þjóna Guði hljóta fullkomna heilsu, varanlegan frið og eilíft líf.

BIBLÍAN SEGIR:

„Þeir hógværu skulu landið erfa og njóta unaðsemdar af þeim mikla friði.“ – Sálmur 37:10, 11, Biblían 1859.

„Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ – Opinberunarbókin 21:3, 4.

Sjá einnig Sálm 37:29; 2. Pétursbréf 3:13.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila