Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp17 Nr. 2 bls. 6-7
  • Kanntu að meta mestu gjöf Guðs?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kanntu að meta mestu gjöf Guðs?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
  • Svipað efni
  • Lausnargjaldið — mesta gjöf Guðs
    Hvað kennir Biblían?
  • Jesús Kristur — boðskapur hans á erindi til þín
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Mesta gjöf Guðs – hvers vegna er hún svona verðmæt?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
  • Hver er besta gjöfin?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
wp17 Nr. 2 bls. 6-7
Kona les biblíutengd rit.

FORSÍÐUEFNI | ÆTLAR ÞÚ AÐ ÞIGGJA MESTU GJÖF GUÐS?

Kanntu að meta mestu gjöf Guðs?

„Kærleiki Krists knýr mig ... Hann er dáinn fyrir alla til þess að þeir sem lifa lifi ekki framar sjálfum sér heldur honum sem fyrir þá er dáinn.“ – 2. Korintubréf 5:14, 15.

ÞEGAR við fáum einstaka gjöf ættum við að finna okkur knúin til að sýna þakklæti okkar. Jesús benti á það þegar hann hafði læknað tíu menn af sjúkdómi sem var ólæknandi á þeim tíma. Einn af mönnunum tíu „sneri aftur ... og lofaði Guð hárri raustu“. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu?“ (Lúkas 17:12-17) Af þessu má sjá að við getum verið fljót að gleyma því góða sem gert er fyrir okkur.

Lausnarfórnin er einstök gjöf. Hún er mesta gjöf sem nokkurn tíma hefur verið gefin. Hvernig ættum við þá að bregðast við því sem Guð hefur gert fyrir okkur?

  • Kynnstu gefandanum. Lausnarfórnin færir ekki öllu mannkyni sjálfkrafa eilíft líf. Jesús sagði í bæn til Guðs: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ (Jóhannes 17:3) Ef einhver segði þér að ákveðinn maður hefði bjargað lífi þínu þegar þú varst barn, hefðirðu þá ekki áhuga á að fræðast um hann og fá að vita hvers vegna hann bjargaði þér? Jehóva Guð gaf lausnarfórnina sem bjargar lífi fólks og hann vill ekki bara að þú vitir hver hann er heldur að þú eignist náið vináttusamband við hann. Biblían hvetur okkur: „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ – Jakobsbréfið 4:8.

  • Kona biður til Guðs.

    Trúðu á lausnarfórnina. „Sá sem trúir á soninn hefur eilíft líf.“ (Jóhannes 3:36) Hvað felst í því að trúa? Trúna þarf að sýna í verki. (Jakobsbréfið 2:17) Hvaða verk sýna að við trúum? Þú þarft að þiggja gjöf til að hún verði þín. Þú verður því að þiggja lausnarfórnina. Hvernig geturðu gert það? Með því að kynna þér hvernig Guð vill að þú verjir lífinu og breyta síðan í samræmi við það.a Biddu Guð um fyrirgefningu og hreina samvisku. Nálgastu hann í fullu trausti þess að lausnarfórnin tryggi öllum sem trúa á hana eilífa framtíð í friði, öryggi og hagsæld. – Hebreabréfið 11:1.

  • Ræða er haldin á minningarhátíðinni um dauða Jesú Krists.

    Vertu viðstaddur minningarhátíðina um dauða Jesú. Jesús stofnaði til árlegrar minningarhátíðar til að minna okkur á lausnarfórnina. Hann sagði um þessa hátíð: „Gerið þetta í mína minningu.“ (Lúkas 22:19) Vottar Jehóva minnast dauða Jesú eftir sólarlag þriðjudaginn 11. apríl 2017. Dagskráin stendur yfir í um það bil eina klukkustund. Fluttur verður fyrirlestur um hvaða þýðingu fórnardauði Jesú hefur og hvernig hann gagnast mönnum, bæði nú og í framtíðinni. Í fyrra voru um 20 milljónir viðstaddar minningarhátíðina um allan heim. Við bjóðum þig hjartanlega velkominn að vera með okkur þetta kvöld í þakklætisskyni fyrir mestu gjöf Guðs.

a Besta leiðin til að kynnast Guði og nálægja sig honum er að kynna sér orð hans, Biblíuna. Þú getur fræðst um hvernig má fara að því með því að spyrja einhvern vott Jehóva eða fara inn á vefsíðu okkar, www.jw.org/is.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila