Kynning
HVER ER ÞÍN SKOÐUN?
Reið riddaranna fjögurra er ein þekktasta sýnin í Opinberunarbókinni. Sumum finnst hún ógnvekjandi en öðrum finnst hún mjög athyglisverð. Taktu eftir hvað Biblían segir varðandi slíka spádóma:
„Sæll er sá er les þessi spádómsorð og sælir eru þeir sem heyra þau.“ – Opinberunarbókin 1:3.
Í þessu tölublaði Varðturnsins er bent á hvernig reið riddaranna fjögurra getur fært okkur von um bjarta framtíð.