Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w19 apríl bls. 31
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Svipað efni
  • „Enginn ykkar mun týna lífi“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
  • Þeir fóru allt til endimarka jarðarinnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
w19 apríl bls. 31
Páll postuli talar við vinnumann við flutningaskip.

Vissir þú?

Hvernig skipulögðu ferðalangar til forna sjóferðir sínar?

SKIP aðeins ætluð farþegum voru svo til óþekkt á dögum Páls. Ferðalangar þurftu yfirleitt að spyrjast fyrir um kaupskip (flutningaskip) sem var að fara í sömu átt og þeir og gat tekið með farþega. (Post. 21:2, 3) Ef skipið sigldi ekki nákvæmlega þangað sem ferðalangurinn ætlaði sér að fara gat hann farið frá borði í einhverri höfn á leiðinni og leitað að öðru skipi sem tæki hann nær áfangastaðnum. – Post. 27:1-6.

Sjóferðir voru yfirleitt árstíðabundnar og skip sigldu ekki eftir fastri áætlun. Auk óhagstæðs veðurs gátu hjátrúarfullir sæfarar frestað ferð sinni vegna slæms fyrirboða, eins og ef kráka krunkaði ofan af mastrinu eða ef þeir sáu brak úr skipi á ströndinni. Sjómenn nýttu sér einnig hagstæða vinda og lögðu aðeins úr höfn þegar vindáttin var rétt. Þegar ferðalangur hafði fundið skip sem hann gat siglt með fór hann með farangur sinn í nágrenni við höfnina og beið eftir að kallari tilkynnti að brátt legði skipið úr höfn.

„Í Róm stóð fólki til boða þægileg þjónusta svo að það þyrfti ekki að flækjast um hafnarsvæðið,“ segir sagnfræðingurinn Lionel Casson. „Höfnin var við mynni Tíberfljóts. Í Ostíu, nálægum bæ, var stórt torg umlukt skrifstofum. Margar þeirra tilheyrðu kaupmönnum frá hinum ýmsu hafnarborgum. Kaupmenn frá Narbonne [þar sem nú er Frakkland] áttu eina, kaupmenn frá Karþagó [þar sem nú er Túnis] áttu aðra ... og svo framvegis. Sá sem ætlaði að ferðast sjóleiðis gat einfaldlega leitað upplýsinga á skrifstofum þeirra borga sem voru á siglingarleið hans.“

Sjóferðir spöruðu ferðalöngum tíma en þeim fylgdi líka viss áhætta. Á trúboðsferðum sínum beið Páll til dæmis þrisvar skipbrot. – 2. Kor. 11:25.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila