Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w19 nóvember bls. 31
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Svipað efni
  • Þér er treyst fyrir ráðsmennsku
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Viturlegur undirbúningur fyrir framtíðina
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Trúi ráðsmaðurinn og hið stjórnandi ráð
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Annast um eigur húsbóndans
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
w19 nóvember bls. 31
Ráðsmaður í Egyptalandi til forna hefur umsjón með vinnufólkinu.

Vissir þú?

Hvaða hlutverki gegndu ráðsmenn á biblíutímanum?

Á BIBLÍUTÍMANUM annaðist ráðsmaður heimilishald eða eigur annars manns. Hebresku og grísku orðin sem þýdd eru „ráðsmaður“ vísa stundum til umsjónarmanns eða forstöðumanns heimilis.

Meðan Jósef, sonur ættföðurins Jakobs, var þræll í Egyptalandi var hann gerður að ráðsmanni húsbónda síns, en hann „fól Jósef til umráða allar eigur sínar“. (1. Mós. 39:2–6) Þegar Jósef fékk síðan valdamikla stöðu í Egyptalandi setti hann ráðsmann yfir hús sitt. – 1. Mós. 44:4.

Á dögum Jesú bjuggu landeigendur oft í borgum fjarri ræktarlandi sínu. Þeir fólu því ráðsmönnum að sjá um daglegan rekstur og hafa umsjón með vinnufólki sem annaðist jörðina.

Hverjir voru hæfir til að gegna stöðu ráðsmanns? Columella, rómverskur rithöfundur á fyrstu öld, sagði að þræll sem var gerður að umsjónarmanni, eða ráðsmanni, ætti að „vera reyndur“. Hann ætti að búa yfir „eiginleikum sem gerðu honum kleift að fara með vald án þess að sýna kæruleysi eða grimmd“. Hann bætti við: „Umfram allt ætti hann ekki að halda að hann viti það sem hann veit ekki og vera ávallt fús til að læra.“

Orð Guðs líkir starfsemi kristna safnaðarins við starf ráðsmanns. Pétur postuli hvatti til dæmis kristna menn til að nota hæfileikana sem Guð gaf þeim ,til að þjóna hver öðrum og vera góðir ráðsmenn einstakrar góðvildar Guðs‘. – 1. Pét. 4:10.

Jesús vísaði sjálfur í starf ráðsmanns í dæmisögu sinni sem er að finna í Lúkasi 16:1–8. Og í spádómi sínum um nærveru sína sem konungur fullvissaði hann fylgjendur sína um að hann myndi útnefna ,trúan og skynsaman þjón‘, eða ,trúan ráðsmann‘. Aðalverkefni ráðsmannsins yrði að sjá til þess að fylgjendur Krists fengju jafnt og þétt andlega fæðu á síðustu dögum. (Matt. 24:45–47; Lúk. 12:42) Við erum þakklát fyrir að fá trústyrkjandi rit sem trúi ráðsmaðurinn útbýr og gerir aðgengileg um heim allan.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila