Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.94 bls. 2
  • Hinir ungu þurfa gott fordæmi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hinir ungu þurfa gott fordæmi
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • ,Það skalt þú fá í hendur trúum mönnum‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Metum kraft hinna ungu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Metum mikils eldri bræður okkar og systur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Jehóva er annt um aldraða þjóna sína
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 7.94 bls. 2

Hinir ungu þurfa gott fordæmi

1 Við fögnum því að hafa á meðal okkar vaxandi hóp barna og unglinga sem „lofa nafn Jehóva.“ (Sálm. 148:12, 13) Þau eru mörg hver mjög ung að árum enn þá. Framfarir þeirra ráðast að mestu leyti af þeirri þjálfun og því fordæmi sem foreldrar þeirra og aðrir í söfnuðinum veita þeim. En ekki skyldi þó litið fram hjá þeim áhrifum sem önnur ungmenni hafa, einkum þau sem eru á ofanverðum táningaaldri, svo og ungt fullorðið fólk. Ef þú ert í þessum aldurshópi gætu þessar athugasemdir komið þér að gagni.

2 Börn undir táningaaldir hafa tilhneigingu til að líkja eftir unglingum. Þau langar eðlilega til að vera eins og nánir félagar sem þau dást að. Þau líta gjarnan upp til annarra unglinga sem eru eldri og líta út fyrir að vera betur að sér og lengra komnir. Það getur leitt til þess að þau líki eftir tali þínu og hegðun, svo og því hvernig þú metur andleg verðmæti og tekur þátt í starfsemi safnaðarins.

3 Sértu kominn upp undir tvítugt nýtur þú sérréttinda en jafnframt hvílir á þér alvarleg ábyrgð. Fordæmi þitt hefur líklega áhrif á yngri félaga þína á þessari stundu. Spyrðu sjálfan þig: ‚Hvers konar áhrif hef ég á hina yngri? Tek ég á málum af alvöru, forðast ég kjánaskap og rangar „æskunnar girndir„? Sýni ég foreldrum mínum, öldungunum og öðrum sem eldri eru, hlýðni og virðingu?‘ (2. Tím. 2:22; Kól. 3:20) Það sem þú segir og gerir getur verið verulegur áhrifavaldur í andlegum framförum annarra barna og unglinga sem taka eftir breytni þinni.

4 Pédikun boðskaparins um Guðsríki er meginverkefni safnaðarins. Fús og regluleg þátttaka þín í því getur hvatt félaga þína til að vera virkari. Ef þér reynist kleift að taka upp brautryðjandastarfið verður það vinum þínum hvatning til að gera slík hið sama. Þú getur einnig gefið gott fordæmi með því að gefa athugasemdir á samkomum og sinna nauðsynlegum verkefnum sem gera þarf í ríkissalnum.

5 Þó að Tímóteus væri ekki lengur táningur þegar Páll gaf honum eftirfarandi ráð, getið þið táningar tekið það til ykkar: „Ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika.“ (1. Tím. 4:12) Ef þú tekur af eldmóði og heilum huga þátt í þjónustu Jehóva getur það örvað félaga þína, og aðra yngri sem fylgjast með því sem þú gerir, á jákvæðan og uppbyggjandi hátt, hjálpað þeim að taka framförum í þá átt að verða fullvaxta menn andlega. (Ef. 4:13) Táningar í fjölskyldum, sem eru nýbyrjaðar að nema Biblíuna, kunna að laðast að sannleikanum vegna þeirra eiginleika sem þeir sjá í þér.

6 Það sem skiptir þó meira máli er að dugnaður þinn við að sýna eiginleika þess manns sem tilheyrir Guði gefur hagstæða mynd af Jehóva og skipulagi hans. (Orðskv. 27:11) Einlægir menn, sem sjá til þín, munu undrast hinn áberandi mun á þér og ungu fólki í heiminum. Þú hefur þess vegna einstakt tækifæri til að hjálpa þeim sem yngri eru um leið og þú leggur fram dýrmætan skerf til vegsemdar Jehóva. — Sálm. 71:17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila