Eru áminningar Jehóva að örva okkur andlega?
1 Sálmaritarinn lofsöng Jehóva með orðunum: „Ég íhuga reglur [„áminningar,“ NW] þínar.“ (Sálm. 119:99) Hér eru „reglur“ eða „áminnignar“ þýðing á hebresku orði sem ber með sér þá hugsun að Jehóva kalli fram í huga okkar eða minni okkur á það sem sagt er í lögmáli hans, fyrirmæli hans, reglur hans, boð hans og lagaákvæði. Ef við tökum til okkar þessar áminningar örvar það okkur andlega og gerir okkur hamingjusöm. — Sálm. 119:2.
2 Sem fólk Jehóva fáum við reglulega umvöndun og ráð. Flest þeirra höfum við að vísu heyrt áður. Þótt við kunnum að meta slíka hvatningu hættir okkur til að gleyma. (Jak. 1:25) Þolinmóður gefur Jehóva okkur kærleiksríkar áminningar. Pétur postuli skráði nokkrar af þessum áminningum til þess að ‚halda hinu hreina hugarfari vakandi hjá okkur‘ svo að við skyldum muna eftir ‚boðorðum Drottins.‘ — 2. Pét. 3:1, 2.
3 Sí og æ erum við minnt á mikilvægi einkanáms og samkomusóknar. Það er gert vegna þess að þessi atriði eru svo bráðnauðsynleg andlegri velferð okkar. — 1. Tím. 4:15; Hebr. 10:24, 25.
4 Það sem sumum finnst erfiðast er að sinna því kristna hlutverki að prédika. Það krefst viðleitni, staðfestu og úthalds. Jafnvel þótt það geri miklar kröfur til okkar fáum við hjálp til að standa staðföst með því að vera ‚skóuð á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskapinn.‘ — Ef. 6:14, 15.
5 Áhugahvötin að baki þjónustu okkar þarf að vera meiri en aðeins huglæg vitund um kröfur Jehóva. Páll postuli minnir okkur á að frá hjartanu kemur sú hvöt sem við þurfum til að ‚játa með munninum til hjálpræðis.‘ (Rómv. 10:10) Ef við höfum sterka trú og ef hjarta okkar hneigist að áminningum Jehóva mun það knýja okkur til að hefja upp raust okkar og lofa nafn hans. — Sálm. 119:36; Matt. 12:34.
6 Þegar við leggjum okkur í framkróka við að vinna góð verk væntum við þess með réttu að það færi okkur gleði. (Préd. 2:10) Páll flokkar gleði með ávöxtum anda Jehóva og við ættum að leitast við að sýna þá í ríkum mæli. (Gal. 5:22) Pétur bætir við að ef við ‚leggjum alla stund á‘ þetta verði okkur umbunað með árangursríkri þjónustu sem veitir okkur gleði. — 2. Pét. 1:5-8.
7 Þegar á reynir ættum við að minnast staðfestu postulanna þegar þeir lýstu yfir: „Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt.“ (Post. 4:20) Þegar við minnumst þess að ‚með því að gera þetta munum við bæði gera sjálf okkur hólpin og áheyrendur okkar‘ öðlumst við styrk til að halda ótrauð áfram. — 1. Tím. 4:16.
8 Við verðum hvorki sár né gröm þótt við fáum stöðugar og endurteknar áminningar. Öllu heldur metum við mjög mikils frábært gildi þeirra. (Sálm. 119:129) Á þessum þýðingarmiklu tímum erum við þakklát að Jehóva skuli halda áfram að senda okkur áminningar til að örva okkur andlega og hvetja okkur til að vera kostgæf til góðra verka. — 2. Pét. 1:12, 13.