Minnisatriði vegna minningarhátíðar
Eftirfarandi málum þarf að gefa gaum áður en kemur að minningarhátiðinni, þriðjudaginn 2. apríl.
◼ Allir, þar með talinn ræðumaðurinn, ættu að fá nákvæmar upplýsingar um stað og tíma hátíðarinnar.
◼ Útvega skyldi rétta tegund brauðs og víns og hafa til reiðu. — Sjá Varðturninn, 1. febrúar 1985, blaðsíðu 17.
◼ Hæfilegt borð, borðdúk, diska og glös ætti að koma með til salarins fyrirfram og setja á sinn stað.
◼ Ríkissalinn eða annan samkomustað ætti að hreinsa rækilega fyrir hátíðina.
◼ Velja ætti þá sem hafa umsjón í salnum og þá sem bera fram brauðið og vínið og gefa þeim fyrirmæli fyrirfram um skyldustörf sín og réttar aðferðir við að sinna þeim.
◼ Þegar ráðgert er að halda fleiri en eina minningarhátíð í sama ríkissalnum ætti að vera góð samvinna á milli safnaðanna til þess að forðast að óþarflega margir verði samtímis í anddyrinu, við innganginn, á almennum gangstéttum og á bílastæði.