Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.96 bls. 1
  • Vinnum af heilum huga!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vinnum af heilum huga!
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Jehóva kann að meta þjónustu af allri sálu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Þjónum Jehóva af allri sálu
    Syngjum af gleði fyrir Jehóva
  • Þjónum Jehóva af allri sálu
    Lofsyngjum Jehóva
  • Þú getur vitnað óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 5.96 bls. 1

Vinnum af heilum huga!

1 Við höfum fjölmargar ástæður til að vera Jehóva þakklát. Þar má nefna það sem hann hefur gert áður fyrr, er að gera núna og á eftir að gera fyrir okkur í framtíðinni. Hvað ætti þakklæti okkar að fá okkur til að gera? Einn af sálmum Davíðs svarar því þannig: „Ég vil vegsama [Jehóva] alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.“ — Sálm. 34:2.

2 Biblían sýnir greinilega að okkur er sagt að prédika. Það gerum við „af heilum huga, eins og [Jehóva] ætti í hlut.“ (Kól. 3:23) Hve mikið mun boðunarstarf okkar vera ef við sinnum því af heilum huga? Er við hugleiðum hve mikinn kærleika Jehóva hefur sýnt okkur knýr hjartað okkur til að eiga verulega hlutdeild í að segja öðrum frá Guði og dásamlegum fyrirætlunum hans. Það fær okkur til að gera það sem við getum.

3 Það er eðlilegt að vænta þess að sá sem þjónar Guði af heilum huga vilji sífellt gefa gaum hinni heilögu þjónustu. Sálmaritarinn, sem greinilega var þannig innanbrjósts, sagði: „Sjö sinnum á dag lofa ég þig.“ (Sálm. 119:164) Þeir sem eru sama sinnis og sálmaritarinn reyna að nýta sér tækifærin til að lofa Jehóva. Þeir sýna kostgæfni í þjónustunni í svo miklum mæli sem aðstæður þeirra leyfa.

4 Tækifærin til að lofa Jehóva eru allt í kringum okkur: Við þurfum ekki að bíða með að prédika fagnaðarerindið uns við erum komin út í starfið hús úr húsi. Vinnufélagar okkar, skólafélagar, ættingjar og kunningjar þurfa allir að heyra boðskapinn um Guðsríki. Á ferðalögum getum við hafið samræður við leigubílstjóra, starfsfólk á hótelum, veitingastöðum og bensínstöðvum, og reynt að leiða talið að fagnaðarerindinu. Heima gætum við borið vitni fyrir nágrönnum og sendisveinum. Séum við á sjúkrahúsi má prédika óformlega fyrir hjúkrunarfólki, læknum og öðrum sjúklingum.

5 Óformlegur vitnisburður ber árangur: Dag einn voru tveir vottar á gangi í skemmtigarði og hófu samræður við ungan mann sem var á rölti með barni sínu. Svo fór að maðurinn og konan hans tóku við sannleikanum. Ungi maðurinn greindi frá því síðar að hann hefði, skömmu áður en hann hitti vottana tvo, beðið til Guðs og sagt: ‚Sért þú til leyfðu mér þá að kynnast þér.‘ Hann lítur á atvikið í skemmtigarðinum sem svar Jehóva við bæn hans.

6 Þeir sem þrá af heilum huga að veita öðrum andlega aðstoð fá að reyna mikla gleði. Þeir vita að slík þjónusta „af öllu hjarta“ gleður Jehóva. — 1. Kron. 28:9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila