Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.96 bls. 7
  • Vingjarnlegar samræður geta náð til hjartans

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vingjarnlegar samræður geta náð til hjartans
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – hefjum samræður til að boða trúna óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Samræðuleikni
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Tökum framförum í að boða trúna – hefjum samræður sem gætu skapað tækifæri til að boða trúna
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
  • Samræður eru list
    Vaknið! – 1995
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 6.96 bls. 7

Vingjarnlegar samræður geta náð til hjartans

1 Samræður má skilgreina sem það að „skiptast munnlega á hugmyndum.“ Hefjum við vingjarnlegar samræður við fólk um efni sem kemur því við gæti það vakið hjá því áhuga og hjálpað okkur til að ná til hjartna þess með boðskapinn um Guðsríki. Reynslan hefur sýnt að það er miklu áhrifaríkara að eiga vingjarnlegar og óþvingaðar samræður við fólk en að prédika yfir því.

2 Hvernig hefja má vingjarnlegar samræður: Að vera fær um að eiga samtal við fólk þýðir ekki að við verðum að koma með hrífandi uppröðun hugmynda og röð af ritningarstöðum. Samtal felst einfaldlega í því að fá hinn aðilann til að tala við okkur. Þegar við eigum til dæmis vingjarnlegt samtal við nágranna okkar erum við ekki stíf heldur afslöppuð. Við erum ekki að hugsa um það sem við ætlum að segja næst heldur bregðumst á eðlilegan hátt við þeim hugmyndum sem hann setur fram. Einlægur áhugi okkar á því sem hann segir getur örvað hann til að halda áfram að tala við okkur. Það sama ætti að gilda þegar við berum vitni um sannleikann fyrir öðrum.

3 Umræðuefni eins og glæpir, vandamál unglinga, staðbundin málefni, ástand heimsmála eða jafnvel veðrið, má nota til að koma af stað vingjarnlegum samræðum. Málefni, sem snerta beint líf manna, eru mjög vel til þess fallin að vekja áhuga þeirra. Þegar samræðurnar eru eitt sinn komnar af stað getum við mjúklega beint þeim í átt að umfjöllun um boðskapinn um Guðsríki.

4 Þó að ætlun okkar sé að eiga rólegt samtal við fólk er ekki þar með sagt að við þurfum ekki að undirbúa okkur. Undirbúningur er nauðsynlegur. Hins vegar er engin þörf á að búa sér til stífan ramma til að halda sér innan eða að læra stutta ræðu utan að. Það yrði til þess að samræðurnar yrðu hvorki sveigjanlegar né auðvelt að aðlaga þær þeim kringumstæðum sem upp koma. (Samanber 1. Korintubréf 9:20-23.) Afbragðsgóð leið til að undirbúa sig er að velja eitt eða tvö biblíustef með það í huga að byggja samræðurnar í kringum þau. Gagnlegt mun reynast í því sambandi að lesa yfir efni sem sett er fram í Rökræðubókinni.

5 Nauðsynlegir eiginleikar til að geta haldið uppi vingjarnlegum samræðum: Þegar við tölum við fólk ættum við að vera hlýleg og einlæg. Bros og glaðlegt útlit gerir mikið til að endurspegla þessa eiginleika. Við höfum besta boðskapinn í heiminum; hann höfðar svo sannarlega til hreinhjartaðra manna. Ef þeir fá á tilfinninguna að áhugi okkar á þeim sé sprottinn af einlægri löngun til að flytja þeim gleðileg tíðindi kann það að fá þá til að hlusta. — 2. Kor. 2:17.

6 Það ætti að vera ánægjulegt að eiga samræður við fólk. Við skulum þess vegna vera vingjarnleg og nærgætin þegar við kynnum boðskapinn um Guðsríki. (Gal. 5:22; Kól. 4:6) Leitastu við að haga samtalinu þannig að viðmælandi þinn sitji uppi með jákvæða hugmynd um votta Jehóva þegar því er lokið. Jafnvel þótt viðleitni þín til að ná til hjarta hans beri ekki árangur í fyrsta sinn má þó vera að vegna samtalsins við þig verði hann móttækilegri í næsta skipti sem vottur talar við hann.

7 Leikni í að hefja vingjarnlegar samræður er ekki afleiðing af því að ná fullkomnum tökum á flóknum ræðustúf. Hún snýst einfaldlega um það að vekja áhuga viðmælanda þíns á efni sem skiptir hann máli. Þegar við erum búin að undirbúa okkur er okkur ekkert að vanbúnaði að draga fólk inn í vingjarnlegar samræður. Við skulum leitast við að ná til hjartna þeirra sem við hittum með því að deila með þeim bestu tíðindunum sem hægt er að finna, fagnaðarboðskapnum um þá eilífu blessun sem Guðsríki færir. — 2. Pét. 3:13.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila