Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.96 bls. 2
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Styddu til fulls opinberu samkomuna í söfnuði þínum
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Sýnið öðrum tillitssemi — 1. hluti
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Viðeigandi niðurlag og tímasetning
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 8.96 bls. 2

Spurningakassinn

◼ Hvað ætti að gera þegar sá sem á að flytja opinbera fyrirlesturinn er ekki mættur á tilsettum tíma?

Endrum og sinnum munu óumflýjanlegar aðstæður koma í veg fyrir að bróðir komist á réttum tíma til að flytja ræðuna sem sett hefur verið á dagskrána. Ef ástæða er til að ætla að hann komi fljótlega geta öldungarnir ákveðið að fara af stað með Varðturnsnámið. Opinberi fyrirlesturinn kemur síðan þar á eftir. En hvað skal gera ef ljóst verður að ræðumaðurinn kemur ekki? Ef til vill gæti þá einn af ræðumönnunum, sem fyrir eru, flutt ræðu sem hann er tilbúinn með.

Vandleg skipulagning kemur yfirleitt í veg fyrir að þessi staða komi upp. Sá sem hefur það verkefni að samræma flutning opinberu fyrirlestranna ætti að hafa samband við hvern ræðumann með að minnsta kosti viku fyrirvara til að minna hann á verkefni hans. Þar ætti að koma fram klukkan hvað samkoman er, staðsetning ríkissalarins, símanúmerið þar og skýrar leiðbeiningar um hvernig finna megi salinn. Ræðumaðurinn ætti að taka vandlega eftir þessum leiðbeiningum og skrifa þær hjá sér. Hann ætti að taka verkefni sitt alvarlega, hliðra til sínum málum eins og nauðsyn krefur til þess að geta sinnt þessu ábyrgðarhlutverki sínu. Ef eitthvað óumflýjanlegt kemur upp sem koma mun í veg fyrir að hann geti gert það, ætti hann að hafa tafarlaust samband við þann sem samræmir flutning opinberu fyrirlestranna til þess að hægt sé að fá einhvern til að hlaupa í skarðið. Allt skyldi gert til að ekki komi til þess að ræðumaður tilkynni á síðustu stundu að hann geti ekki flutt ræðuna. Ef ræðumaðurinn tefst og mun koma nokkrum mínútum of seint, getur hann gert ráðstafanir til að hringt verði í ríkissalinn til þess að bræðurnir viti hvernig taka skuli á málinu.

Ef bræðurnir meta að verðleikum að fá opinbera fyrirlestra til flutnings, niðurröðun þeirra er skipulögð með góðum fyrirvara, ræðumenn minntir á þá og heildarumsjón með þessum þætti samkomuhaldsins er í góðu lagi, er næsta víst að söfnuðurinn fær að njóta þess að hlýða á gagnlegan, opinberan fyrirlestur í hverri viku.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila