Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.97 bls. 1
  • Trúfesti er umbunuð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Trúfesti er umbunuð
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Hvernig geturðu fullnað þjónustu þína?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Jehóva umbunar þeim sem leita hans í einlægni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Verum framsækin í þjónustunni
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Ert þú trúr í öllu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 7.97 bls. 1

Trúfesti er umbunuð

1 Í Hebreabréfinu 11:6 er okkur sagt að Guð „umbuni þeim, er hans leita.“ Ein aðferð, sem hann notar til að umbuna trúum þjónum sínum sem hafa verið ‚trúir yfir litlu,‘ er að ‚setja þá yfir mikið.‘ (Matt. 25:23) Með öðrum orðum umbunar Jehóva oft gott starf með því að gefa trúföstum vottum sínum aukin þjónustusérréttindi.

2 Páli postula var umbunuð trúfesti sín með því að honum var falin þjónusta sem dró hann til borga og þorpa í Evrópu og Litlu-Asíu. (1. Tím. 1:12) Þó að Páll þyrfti að leggja mikið á sig til að fullna þjónustu sína mat hann mjög mikils þau sérréttindi sem hann hafði hlotið. (Rómv. 11:13; Kól. 1:25) Hann sýndi innilegt þakklæti sitt með því að leita af alvöru tækifæra til að prédika. Með ötulli þjónustu sýndi hann greinilega trú sína í verki. Fordæmi hans fær okkur til að líta á þjónustusérréttindi okkar sem mikinn fjársjóð.

3 Jehóva hefur falið okkur þjónustu: Hvernig sýnum við sama viðhorf og Páll til þeirrar umbunar sem þessi þjónusta er? Við leitum leiða til að auka hlutdeild okkar í þjónustunni á akrinum. Við nýtum okkur hvert tækifæri til að bera vitni óformlega svo og hús úr húsi. Við reynum að ná til allra þeirra sem ekki voru heima og förum í endurheimsóknir til allra sem sýna áhuga. Og ef fólk samþykkir heimabiblíunámskeið stöndum við við skuldbindingar okkar þar að lútandi.

4 Í tengslum við þjónustu okkar gaf Páll þessi áminningarorð: „Gef þig að því.“ (2. Tím. 4:2) Það er aðkallandi að sinna boðunarstarfinu. Tökum við á þjónustu okkar á akrinum eins og hún sé áríðandi, gefum við henni forgang í lífi okkar? Til dæmis ættum við ekki að vilja láta tómstundastörf okkar og aðra persónulega iðju um helgar skera niður þann tíma sem við ættum að helga boðunarstarfinu. Af því að við erum sannfærð um að endir þessa heimskerfis nálgast óðfluga erum við líka sannfærð um að prédikun fagnaðarerindisins um Guðsríki sé þýðingarmesta starfið sem við getum gert.

5 Trúfesti okkar við Guð má sjá af hollustu okkar við hann og staðfestu í því starfi sem hann hefur falið okkur. Fullnum þjónustu okkar til þess að Jehóva umbuni trúfesti okkar ríkulega.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila