Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.97 bls. 1
  • Samkomur hvetja til góðra verka

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Samkomur hvetja til góðra verka
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Hvaða gagn getur þú haft af samkomum Votta Jehóva?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hvers vegna ættum við að safnast saman til tilbeiðslu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Samansafnanir fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Höfum fullt gagn af samansöfnunum fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 8.97 bls. 1

Samkomur hvetja til góðra verka

1 Tveir mikilvægir þættir í tilbeiðslu okkar eru að sækja safnaðarsamkomur og að taka þátt í boðunarstarfinu. Þessir þættir haldast í hendur. Þeir hafa áhrif hvor á annan. Kristnar samkomur hvetja til góðra verka og besta verkið er að prédika Guðsríki og gera menn að lærisveinum. (Hebr. 10:24) Hættum við að sækja samkomur er líklegt að fljótlega yrði lítið úr prédikun okkar vegna þess að hvatninguna myndi skorta.

2 Á vikulegum samkomum fáum við andlega leiðsögn sem miðar að því að hvetja okkur til að prédika. Því er haldið að okkur hve tíminn er orðinn naumur og það knýr okkur til að fara með lífgefandi boðskap Biblíunnar út til manna. Við erum hvött og styrkt til að sýna þolgæði í prédikunarstarfinu. (Matt. 24:13, 14) Ef við notfærum okkur tækifærin til að gefa athugasemdir á samkomum verður það okkur tamara að tjá trú okkar fyrir framan aðra. (Hebr. 10:23) Þátttaka í Guðveldisskólanum þjálfar okkur til að verða hæfari boðberar og betri kennarar. — 2. Tím. 4:2.

3 Hvernig þjónustusamkomur hvetja okkur til að prédika: Við erum öll hvött til að líta fyrirfram yfir efnið í Ríkisþjónustu okkar. Upplýsingarnar þar festast okkur svo betur í minni þegar við sækjum þjónustusamkomuna og sjáum kynningarorðin notuð í sýnikennslum á sviðinu. Þegar við erum í boðunarstarfinu getum við hugsað aftur til Ríkisþjónustu okkar, rifjað upp kynningarorðin í sýnikennslunum og gefið þar af leiðandi áhrifaríkari vitnisburð. Þetta er reynsla margra boðbera.

4 Til þess að fylgja þjónustusamkomunum eftir mæla sumir sér mót við aðra til að fara saman í boðunarstarfið. Tillögur til að nota í boðunarstarfinu eru boðberunum ferskar í minni og þeir fá hvatningu til að reyna sjálfir hvernig þær virka vegna þess að þessar samkomur hafa örvað þá til að taka þátt í prédikunarstarfinu í hverri viku.

5 Það kemur ekkert í staðinn fyrir kristnar samkomur þar sem við söfnumst með trúbræðrum okkar og erum hvött til góðra verka. Eigi boðunarstarf okkar að blómstra verðum við að sækja safnaðarsamkomurnar að staðaldri. Megum við sýna að við metum þessa dásamlegu ráðstöfun frá Jehóva með því að ‚vanrækja ekki safnaðarsamkomur okkar.‘ — Hebr. 10:25.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila