Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.00 bls. 1
  • Sýnir þú fórnfýsi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sýnir þú fórnfýsi?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Temjum okkur fórnfýsi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Þjónaðu Jehóva með fórnfúsum anda
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Byggðu líf þitt í kringum þjónustu Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Færum Jehóva fórnir af heilum huga
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 4.00 bls. 1

Sýnir þú fórnfýsi?

1 Þakklæti fyrir allt, sem Jesús Kristur gerði fyrir mannkyn, ætti að koma okkur til að vera fórnfús og nota hæfni okkar og krafta í þágu annarra. Ritningin hvetur: „Bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn.“ (Rómv. 12:1) Regluleg sjálfsrannsókn getur hjálpað þér til að meta hvort þú sért eins fórnfús og aðstæður þínar leyfa.

2 Við að afla þér biblíuþekkingar: Tekurðu þér reglulega tíma til biblíulestrar og einkanáms? Fylgirðu góðri áætlun? Gerirðu það að venju þinni að undirbúa þig vel fyrir safnaðarsamkomur? Er reglulegt fjölskyldunám á heimili þínu? Það getur þurft að fórna til þess tíma sem ella færi í að sitja fyrir framan sjónvarpið, tölvuna eða í eitthvað annað. En það er lítil fórn að færa þegar haft er í huga að nám í orði Guðs getur veitt þér eilíft líf! — Jóh. 17:3.

3 Við uppeldi barnanna: Best er að læra fórnfýsi í æsku. Kenndu börnunum að leikur hafi sinn tíma en að tími þurfi einnig að vera til vinnu og guðræðislegra starfa. (Ef. 6:4) Láttu þau fá einhver smáverk til að sinna á heimilinu. Taktu reglulega frá tíma til að fara með þeim í boðunarstarfið. Sýndu gott fordæmi. Það gefur kennslu þinni aukið vægi.

4 Í safnaðarstarfinu: Það auðgar söfnuðinn þegar allir færa fúslega fórnir í þágu heildarinnar. (Hebr. 13:16) Gætirðu varið meiri tíma til að prédika og gera menn að lærisveinum? Gætirðu boðið þig fram til að aðstoða sjúka eða aldraða — kannski hjálpað þeim að komast á samkomur?

5 Áður en Jesús fórnaði lífi sínu ráðlagði hann lærisveinum sínum að einbeita sér að hagsmunum Guðsríkis og láta allt annað vera í öðru sæti. (Matt. 6:33) Slík fórnfýsi í þjónustu Jehóva er mesti gleðigjafinn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila