Ný svæðismótsdagskrá
Við vitum að Jehóva Guð verðskuldar kærleika og óskipta hollustu. En heimurinn reynir að spilla sambandinu við hann með alls konar tálbeitum. (Jóh. 17:14) Svæðismótið á þjónustuárinu 2001 hefur fengið stefið „Elskið Guð — ekki það sem í heiminum er“ og er ætlað að efla kærleikann til Jehóva og veita okkur styrk til að standa gegn áhrifum heimsins sem ógna andlegu hugarfari okkar. — 1. Jóh. 2:15-17.
Djúpur kærleikur til Jehóva knýr okkur til að bera vitni um hann. Þrátt fyrir það eiga margir þjónar Guðs ekki auðvelt með boðunarstarfið. Í dagskrárliðnum „Kærleikur til Guðs er drifkraftur þjónustunnar“ lærum við hvernig margir hafa sigrast á feimni og öðrum hindrunum og taka góðan þátt í boðunarstarfinu.
Hvaða áhrif hefur hið hnignandi siðferði heimsins á okkur? Það sem áður var talið syndsamlegt er nú álitið eðlilegt. Ræðan „Þeir sem elska Jehóva hata hið illa“ og ræðusyrpan „Hvaða augum líturðu það sem í heiminum er?“ munu styrkja ásetning okkar að standa gegn röngum löngunum.
Fyrirmyndar þjónustusamkoma og Guðveldisskóli verða á dagskránni ásamt yfirliti yfir námsefni Varðturnsins. Opinberi fyrirlesturinn „Sigraðu heiminn með kærleika og trú“ hvetur okkur til að líkja eftir Jesú og standa gegn þrýstingi frá heiminum. (Jóh. 16:33) Bjóddu biblíunemendum þínum á mótið. Þeir sem vilja skírast skulu láta öldung í forsæti vita tímanlega svo að hann geti gert viðeigandi ráðstafanir.
Svæðismótið leiðir okkur fyrir sjónir að hverju við eigum að beina elsku okkar þannig að við getum notið ríkulegrar blessunar Jehóva. Misstu alls ekki af mótinu!