Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.00 bls. 8
  • Hópþrýstingur og sérréttindin að prédika

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hópþrýstingur og sérréttindin að prédika
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Hópþrýstingur — hefur hann einhver áhrif?
    Vaknið! – 2003
  • Að standast hópþrýsting
    Vaknið! – 2014
  • Hvernig get ég staðist hópþrýsting?
    Vaknið! – 2003
  • Unglingar — standið gegn hópþrýstingi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 12.00 bls. 8

Hópþrýstingur og sérréttindin að prédika

1 Hópþrýstingur getur haft sterk áhrif — til góðs eða ills. Þjónar Jehóva geta haft jákvæð áhrif hver á annan og hvatt til góðra kristinna verka. (Hebr. 10:24) Hins vegar geta ættingjar, vinnufélagar, skólafélagar, nágrannar eða aðrir kunningjar, sem ekki eru vottar, þrýst á okkur að gera það sem brýtur í bága við meginreglur Biblíunnar. Þeir kunna að ’lasta góða hegðun okkar sem kristinna manna.‘ (1. Pét. 3:16) En hvernig getum við verið staðföst í boðunarstarfinu þrátt fyrir þann neikvæða hópþrýsting sem við stöndum frammi fyrir?

2 Fjölskyldan: Eiginmaður og faðir, sem ekki er vottur Jehóva, getur verið móttfallin því að konan og börnin fari í boðunarstarfið. Sú var staðan á heimili í Mexíkó. Kona manns og sjö börn komu inn í sannleikann. Í fyrstu var hann mótfallinn vegna þess að hann vildi ekki að fjölskyldan færi í boðunarstarfið og byði biblíurit. Honum fannst það vera fyrir neðan virðingu þeirra. Konan og börnin voru hins vegar staðráðin í að þjóna Jehóva og taka reglulega þátt í boðunarstarfinu. Með tímanum kom maðurinn auga á gildi boðunarstarfsins og vígðist Jehóva. Það tók hann 15 ár að taka við sannleikanum, en hefði hann einhverntíma gert það ef fjölskylda hans hefði ekki haldið ótrauð áfram að prédika? — Lúk. 1:74; 1. Kor. 7:16.

3 Vinnufélagar: Vinnufélagarnir taka því kannski illa þegar þú reynir að vitna fyrir þeim. Systir nokkur segir frá því að á skrifstofunni, þar sem hún vann, hafi farið af stað umræður um heimsendi. Þegar hún lagði til að vinnufélagarnir læsu 24. kaflann í Matteusi var gert grín að henni. En nokkrum dögum seinna sagði samstarfskona henni að hún hefði lesið kaflann og verið mjög hrifin. Systirin lét konuna fá rit og ákveðið var að hefja biblíunám hjá henni og manninum hennar. Fyrsta námsstundin stóð yfir til klukkan tvö um nóttina. Eftir þriðju námsstundina fóru þau að koma á samkomur og fljótlega eftir það hættu þau tóbaksnotkun og fóru að taka þátt í boðunarstarfinu. Hefði þetta gerst ef systir okkar hefði ekki lagt sig fram um að segja fólki frá von sinni?

4 Skólafélagar: Það er ekki óalgengt að vottaunglingar verði fyrir hópþrýstingi í skóla og séu hræddir um að aðrir unglingar geri lítið úr þeim fyrir að taka þátt í boðunarstarfinu. Kristin unglingsstúlka í Bandaríkjunum sagði: „Ég var smeyk við að vitna fyrir ungu fólki því að ég var hrædd um að það yrði gert grín að mér.“ Því forðaðist hún að vitna fyrir jafnöldrum sínum í skólanum og í svæðinu. Hvernig geturðu öðlast styrk til að standast hópþrýsting? Treystu Jehóva og leitaðu velþóknunar hans. (Orðskv. 29:25) Vertu stoltur af því að geta notað orð Guðs í boðunarstarfinu. (2. Tím. 2:15) Stúlkan, sem nefnd var áðan, fór að biðja til Jehóva um hjálp til að rækta með sér löngun til að tala við skólafélagana. Hún fór að vitna óformlega í skólanum, árangurinn var góður og fljótlega var hún farin að tala við alla sem hún þekkti. Að lokum sagði hún: „Þessir krakkar þurfa að eiga framtíðarvon og vilja það og Jehóva notar okkur til að hjálpa þeim.“

5 Nágrannar: Við getum átt nágranna eða aðra kunningja sem eru pirraðir á okkur og trú okkar. Ef þú ert hræddur við álit þeirra skaltu spyrja sjálfan þig: ‘Þekkja þeir sannleikann sem leiðir til eilífs lífs? Hvað get ég gert til að ná til hjarta þeirra?‘ Farandhirðir tók eftir því að það skilaði góðum árangri að vitna reglulega fyrir nágrönnunum en lítið í einu. Biddu Jehóva um þann styrk og visku sem þarf til að halda áfram að leita uppi þá sem hafa rétt hjartalag. — Fil. 4:13.

6 Með því að láta undan neikvæðum hópþrýstingi erum við kannski að gleðja þá sem eru andvígir trúnni. En erum við að gera það sem er þeim eða okkur fyrir bestu? Jesú mætti mótstöðu í sínu eigin byggðarlagi. Hann þurfti jafnvel að þola harðorðar athugasemdir frá hálfbræðrum sínum. En hann vissi að eina leiðin til að hjálpa þeim væri að halda áfram á þeirri braut sem Guð hafði leitt hann á. Því leið hann „slíkan fjandskap gegn sér af syndurum.“ (Hebr. 12:2, 3) Við verðum að gera hið sama. Verum staðráðin í að nýta sem best við getum þau sérréttindi að prédika boðskapinn um ríkið. Með því að gera það „muntu bæði gjöra sjálfan þig hólpinn og áheyrendur þína.“ — 1. Tím. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila