Foreldrar — innprentið börnunum góðar venjur
1 Góðar venjur eru ekki meðfæddar og koma ekki af sjálfu sér. Það tekur tíma að innprenta börnum góðar venjur. Að innprenta felur í sér að glæða eða kenna. Foreldrar þurfa að fræða börnin markvisst til að ‚ala þau upp með aga og umvöndun Jehóva.‘ — Ef. 6:4.
2 Byrjið snemma: Hæfni smábarna til að læra og tileinka sér eitthvað nýtt er einstök. Fullorðnum finnst oft erfitt að læra nýtt tungumál en forskólabörn geta lært tvö eða þrjú tungumál samtímis. Láttu þér aldrei finnast barnið þitt vera of ungt til að temja sér góðar venjur. Ef þú byrjar snemma að kenna því biblíusannindi og heldur því áfram mun þekkingin, sem veitir „speki til sáluhjálpar,“ fylla huga þess þótt ungt sé.— 2. Tím. 3:15.
3 Gerið boðunarstarfið að venju: Að taka reglulega þátt í að boða fagnaðarerindið um ríkið er góð venja sem ætti að innprenta börnunum á mótunarárum þeirra. Margir foreldrar taka börnin með í starfið hús úr húsi meðan þau eru ómálga. Börnin læra að meta boðunarstarfið og verða kostgæfnir boðberar ef foreldrarnir taka reglulega þátt í því. Foreldrarnir geta kennt þeim að bera vitni í ólíkum greinum boðunarstarfsins.
4 Það er líka gott fyrir börnin að vera innrituð í Guðveldisskólann. Þar læra þau góðar náms- og lestrarvenjur. Þau læra að ræða við fólk um Biblíuna, fara í endurheimsóknir og stjórna biblíunámskeiðum. Slík þjálfun getur hvatt þau til að gerast brautryðjendur og sækjast eftir öðrum þjónustuséréttindum. Margir betelítar og trúboðar eiga góðar minningar frá fyrstu árunum í skólanum. Hann hjálpaði þeim að temja sér margar góðar venjur.
5 Við erum öll eins og leir í höndum Jehóva, hins mikla leirkerasmiðs. (Jes. 64:7) Því nýrri sem leirinn er, þeim mun auðveldara er að móta hann. Og því lengur sem hann er látinn standa, þeim mun harðari verður hann. Eins er það með okkur mennina. Við erum þjálli þegar við erum ung, og því yngri sem við erum því betra. Æskuárin eru mótunarár. Þá mótast bæði hið góða og hið illa. Byrjið því snemma að innprenta börnunum góðar venjur í boðunarstarfinu.