Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. október
„Margir velta fyrir sér hvort það verði nokkurn tíma bundinn endi á öll vandamálin sem við sjáum í kringum okkur, eins og styrjaldir, glæpi og hryðjuverk. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Biblían gefur okkur uppörvandi loforð. [Lestu Sálm 37:10, 11.] Þetta blað útskýrir af hverju Guð hefur ekki þegar bundið enda á illskuna og þær þjáningar sem hún veldur.“
Vaknið! otkóber-desember
„Margir halda að trú og vísindi eigi í stríði. Sumir telja jafnvel að það sé óhugsandi að vísindalega þenkjandi maður trúi á Guð. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Nýjasta tölublað Vaknið! fjallar um athyglisverða hlið á þessu máli.“
Kynning á Kröfubæklingnum
„Í þessum bæklingi er námsefni sem nær yfir grundvallarkenningar Biblíunnar. Á hverri blaðsíðu má finna svör við spurningum sem hafa valdið mönnum hugarangri öldum saman. Eitt dæmi er spurningin: Hver er tilgangur Guðs með jörðina?“ Flettu upp á 5. kafla og lestu spurningarnar í upphafi kaflans. Spyrðu húsráðandann hver þeirra honum finnist áhugaverðust og lestu því næst tilheyrandi tölugrein(ar) og flettu upp viðeigandi ritningarstöðum. Útskýrðu að jafnauðvelt sé að finna fullnægjandi svör við hinum spurningunum. Leggðu til að þú komir aftur til að ræða aðra spurningu.