Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.03 bls. 8
  • Kunngerið nafn Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kunngerið nafn Jehóva
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Hvers vegna við verðum að þekkja nafn Guðs?
    Nafn Guðs sem vara mun að eilífu
  • Jehóva upphefur nafn sitt
    Ríki Guðs stjórnar
  • Heiðrum hið mikla nafn Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Nafn Guðs
    Vaknið! – 2017
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 6.03 bls. 8

Kunngerið nafn Jehóva

1. Hver eru viðbrögð sumra þegar þeir kynnast einkanafni Guðs?

1 Hver voru viðbrögð þín þegar þú kynntist nafni Guðs? Mörgum líður eins og konu nokkurri sem sagði: „Ég táraðist þegar ég sá nafn Guðs í Biblíunni í fyrsta skipti. Mér fannst stórkostlegt að vita til þess að ég gæti þekkt og notað einkanafn Guðs.“ Henni fannst mikilvægt að þekkja nafn Guðs til að geta kynnst honum sem persónu og byggt upp samband við hann.

2. Af hverju er brýnt að við fræðum aðra um Jehóva?

2 Af hverju ættum við að kunngera nafn hans? Nafn Guðs tengist eiginleikum hans, fyrirætlunum og verkum. Það tengist líka hjálpræði. Páll postuli skrifaði: „Hver sem ákallar nafn [„Jehóva,“ NW], mun hólpinn verða.“ En Páll benti líka á að fólk getur ekki ákallað Jehóva nema það fræðist fyrst um hann og iðki trú á hann. Það er því brýnt að kristnir menn kunngeri nafn Guðs og allt það sem nafnið stendur fyrir. (Rómv. 10:13, 14) En það er önnur mikilvægari ástæða fyrir því að við verðum að kunngera nafn Guðs.

3. Hver er helsta ástæða þess að við prédikum?

3 Með hliðsjón af Ritningunni skildi fólk Guðs á þriðja áratug síðustu aldar hið mikla deilumál sem tengist því að réttlæta drottinvald Guðs og helga nafns hans. Jehóva ætlar að eyða hinum illu til að hreinsa nafn sitt af þeirri rýrð sem hefur verið kastað á það. Áður en hann gerir það þarf hins vegar að gera sannleikann um hann ‚kunnugan um alla jörðina.‘ (Jes. 12:4, 5; Esek. 38:23) Helsta ástæða þess að við prédikum er því sú að við viljum lofa Jehóva opinberlega og helga nafn hans frammi fyrir öllum mönnum. (Hebr. 13:15) Kærleikur til Guðs og náungans fær okkur til að taka góðan þátt í þessu starfi sem Guð hefur falið okkur.

4. Hvernig tengir fólk nafn Guðs við Votta Jehóva?

4 ‚Lýður er ber nafn hans‘: Árið 1931 tókum við okkur nafnið Vottar Jehóva. (Jes. 43:10) Síðan þá hefur fólk Guðs kunngert nafn hans í svo ríkum mæli að á blaðsíðu 124 í bókinni Jehovah’s Witnesses — Proclaimers of God’s Kingdom (Boðendabókinni) segir: „Út um allan heim er hver sá sem notar nafnið Jehóva strax auðkenndur sem einn af vottum Jehóva.“ Á þetta við um þig líka? Þakklæti fyrir gæsku Jehóva ætti að fá okkur til að ‚prísa nafn hans‘ — tala um hann hvenær sem tækifæri gefst. — Sálm. 20:8; 145:1, 2, 7.

5. Hvernig tengist hegðun okkar því að bera nafn Guðs?

5 Við verðum að halda staðla hans í heiðri því að við erum ‚lýður er ber nafn hans.‘ (Post. 15:14; 2. Tím. 2:19) Það sem fólk tekur oft fyrst eftir í sambandi við votta Jehóva er góð hegðun þeirra. (1. Pét. 2:12) Við myndum aldrei vilja vanhelga nafn hans með því að óvirða meginreglur hans eða með því að hafa tilbeiðsluna á honum í öðru sæti í lífinu. (3. Mós. 22:31, 32; Mal. 1:6-8, 12-14) Sýnum frekar með lífsstefnu okkar að við metum mikils þau sérréttindi að bera nafn Guðs.

6. Hvaða sérréttinda fáum við að njóta bæði núna og að eilífu?

6 Við sjáum yfirlýsingu Jehóva rætast núna: „Frá upprás sólar allt til niðurgöngu hennar er nafn mitt mikið meðal þjóðanna.“ (Mal. 1:11) Höldum því áfram að kunngera sannleikann um Jehóva og ‚vegsama hans heilaga nafn um aldur og ævi.‘ — Sálm. 145:21.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila