Sönn eining í kristna söfnuðinum
1 Hvað sameinar rúmlega sex milljónir manna í 234 löndum og um 380 málhópum? Tilbeiðslan á Jehóva Guði. (Míka 2:12; 4:1-3) Vottar Jehóva vita af eigin reynslu að sönn eining er til nú á tímum. Við erum „ein hjörð“ með ‚einn hirði‘ og erum því staðráðin í að berjast gegn sundrungaranda heimsins. — Jóh. 10:16; Ef. 2:2.
2 Fyrirætlun Guðs er sú að allar vitibornar sköpunarverur verði sameinaðar í sannri tilbeiðslu. (Opinb. 5:13) Jesús gerði sér grein fyrir mikilvægi þess og bað innilega um að eining ríkti meðal fylgjenda sinna. (Jóh. 17:20, 21) Hvernig getum við, hvert og eitt, stuðlað að einingu innan kristna safnaðarins?
3 Hvernig getum við stuðlað að einingu? Eining getur ekki ríkt meðal kristinna manna nema fyrir tilstuðlan orðs Guðs og anda. Andi Guðs virkar vel í lífi okkar ef við förum eftir því sem við lesum í Biblíunni. Það gerir okkur kleift „að varðveita einingu andans í bandi friðarins“. (Ef. 4:3) Og það fær okkur til að umbera hvert annað í kærleika. (Kól. 3:13, 14; 1. Pét. 4:8) Stuðlar þú að einingu með því að hugleiða orð Guðs daglega?
4 Okkur er falið að prédika og gera fólk að lærisveinum og það stuðlar líka að einingu. Þegar við störfum með trúbræðrum okkar ‚berjumst við saman fyrir trúnni á fagnaðarerindið‘ og verðum „samverkamenn sannleikans“. (Fil. 1:27; 3. Jóh. 8) Við það styrkist kærleikurinn sem sameinar okkur innan safnaðarins. Hvernig væri að bjóða einhverjum sem þú hefur ekki starfað með lengi samstarf í þessari viku?
5 Það er mikil blessun að fá að tilheyra eina sanna alþjóðabræðralaginu á jörðinni! (1. Pét. 5:9) Nýlega fundu þúsundir manna fyrir þessari miklu einingu á alþjóðamótinu „Gefið Guði dýrðina“. Leggjum okkur öll fram um að stuðla að þessari dýrmætu einingu með því að lesa daglega í orði Guðs, leysa ágreiningsmál í kærleika og boða fagnaðarerindið með „einum munni“. — Rómv. 15:6.