Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.04 bls. 4
  • Notaðu Biblíuna sem oftast

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Notaðu Biblíuna sem oftast
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Gerirðu starfi þínu góð skil?
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Undirbúningur fyrir blaðakynningu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Ritningarstaðir vel kynntir
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 9.04 bls. 4

Notaðu Biblíuna sem oftast

1. Hvernig gætirðu undirbúið þig fyrir boðunarstarfið?

1 Án tillits til hvaða rit við ætlum að bjóða í boðunarstarfinu er gott að velja ritningarstað sem vekur viðmælendur til umhugsunar. (Hebr. 4:12) Ef þú notar ritningarstað, sem vísað er til í ritinu sem þú ert að bjóða, verður auðvelt að tengja það efni ritsins. Á sumum svæðum hefur boðberum fundist gagnlegt að halda á Biblíunni þegar þeir koma að máli við fólk eða starfa hús úr húsi.

2. (a) Hvernig er hægt að byrja kynningu á því að lesa ritningarstað? (b) Á hvaða biblíuefni hefur fólk á svæðinu áhuga?

2 Byrjaðu á því að lesa ritningarstað: Boðberar byrja sumir hverjir kynningar sínar á því að spyrja húsráðanda um álit hans á biblíutexta og lesa hann síðan. Þetta beinir fljótt athyglinni að orði Guðs. Gætu einhverjar af eftirfarandi kynningum hentað vel á svæðinu þar sem þú starfar?

◼ „Myndirðu koma þessum breytingum á ef þú gætir?“ Lestu Opinberunarbókina 21:4.

◼ „Hvers vegna lifum við á svona erfiðum tímum?“ Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.

◼ „Heldurðu að samfélagið yrði betra ef allir færu eftir þessu ráði?“ Lestu Matteus 7:12.

◼ „Heldurðu að börnin þín eigi eftir að njóta þess sem lýst er hérna?“ Lestu Sálm 37:10, 11.

◼ „Heldurðu að sá dagur komi einhvern tíma þegar þessi orð rætast?“ Lestu Jesaja 33:24.

◼ „Hefurðu heyrt um stjórnarskiptin sem minnst er á hér?“ Lestu Daníel 2:44.

◼ „Hefur þig einhvern tíma langað til að spyrja Guð að þessu?“ Lestu Jobsbók 21:7.

◼ „Verður hægt að sjá látna ástvini aftur?“ Lestu Jóhannes 5:28, 29.

◼ „Vita hinir látnu hvað hinir lifandi hafa fyrir stafni?“ Lestu Prédikarann 9:5.

3. Hvernig getum við hjálpað fólki að skilja biblíutextana sem við lesum?

3 Útskýrðu, lýstu með dæmi og heimfærðu: Þegar einhvern langar til að ræða málin skaltu ekki ljúka samtalinu í flýti. Gefðu þér tíma til að útskýra, koma með dæmi og heimfæra ritningarstaðinn, sem þú last, svo að viðmælandinn skilji hann. (Nehem. 8:8) Þegar fólk skilur það sem orð Guðs kennir og tekur á móti því getur líf þess tekið miklum breytingum. — 1. Þess. 2:13.

4. Hvernig getum við notað Biblíuna þegar við förum í endurheimsóknir?

4 Haltu áfram að nota Biblíuna þegar þú fylgir áhuganum eftir. Þú getur notað sömu aðferð þegar þú ferð í endurheimsóknir: (1) Veldu viðeigandi ritningarstað. (2) Varpaðu fram spurningu sem snertir málefnið. Lestu síðan ritningarstaðinn. (3) Útskýrðu, lýstu með dæmi og heimfærðu hann. Leggðu þig fram um að auka þekkingu viðmælandans á orði Guðs í hverri heimsókn. Fyrr en varir ertu kannski farinn að stjórna biblíunámskeiði!

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila