Ný svæðismótsdagskrá
Núna á hinum síðustu dögum þessa spillta heimskerfis er nauðsynlegt að varðveita andleg klæði okkar og kristna eiginleika. (Opinb. 16:15) Það er því viðeigandi að stef svæðismótsins árið 2006 skuli vera „Íklæðist hinum nýja manni“. — Kól. 3:10.
Laugardagur: Í fyrstu ræðusyrpunni, „Þannig birtist hinn nýi maður“, verður lögð áhersla á að það hefur góð áhrif á öll svið lífsins að íklæðast hinum nýja mann. Hvernig getum við lagt rækt við hinn nýja mann? Um það verður fjallað í síðustu tveimur ræðum dagsins, „Agaðu þig til að hugleiða efnið vel“ og „Menntun sem mótar hinn nýja mann“.
Sunnudagur: Í ræðusyrpunni „Höfum tungu hinna vitru“ verður fjallað um þau áhrif sem hinn nýi maður hefur á notkun tungunnar. Í opinbera fyrirlestrinum, „Sigrar þú hinn vonda?“, verður lögð áhersla á nauðsyn þess að vera vakandi fyrir kænskubrögðum Satans. Síðustu tvær ræður mótsins, „Varðveittu sjálfan þig óflekkaðan af heiminum“ og „Endurnýjum daglega hinn innri mann“, hvetja okkur til að vera staðföst í tilbeiðslunni á Jehóva og forðast viðhorf og hegðun sem stangast á við réttláta vegi hans.
Við hlökkum til að fá þessa hvatningu til að íklæðast hinum nýja manni og viðhalda honum.